Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 35

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 35
34 Þjóðmál haust 2013 var þá samgönguráðherra (1980–1983) og gerði það að skilyrði fyrir stuðningi stjórn­ valda á erfiðleikatímum í sögu Flugleiða að flugi til Bandaríkjanna væri haldið áfram . Hinn svokallaði Flugfélagsarmur hafði þá náð fullum yfirráðum í stjórn Flugleiða . Loft leiða maðurinn Sigurður Helgason hafði gengið í lið með Flugfélagsarminum, en auk þess hafði ótrúlega rangsleitið mat (sem var bind andi) á eignum félaganna fært Flug félags­ mönn um mun stærri eignarhlut í sam ein uðu félagi en sanngjarnt og eðlilegt gat talist .* Ef marka má auglýsingar er greinilegt að vaxtarbroddurinn í starfsemi Icelandair nú um stundir er flugið vestur um haf . Óvíst er að svo væri ef það flug hefði verið lagt af um lengri eða skemmri tima . Atlantshafsflug Loftleiða byggðist á loft­ferðasamningi Íslands og Banda ríkj­ anna frá 1945 . Sá samningur var sniðinn að hinum svokallaða Chicago­sáttmála, sem mjög var á döfinni á þeim árum og Banda ­ ríkjamenn börðust ákaft fyrir að yrði gerður að alþjóðlegum flugsáttmála . Evrópu þjóð­ ir, einkum Bretar, lögðust hins vegar ein­ dregið gegn viðurkenningu Chicago­sátt­ málans og árið 1946 sættust Banda ríkja­ menn á svonefndan Bermuda­sátt mála sem síðan hefur verið lagður til grund vallar milli ríkjasamningum um loft ferðir . Ásteyt­ ingar steinninn var 5 . liður Chicago­sátt­ málans, sem kvað á um rétt eins lands til flug flutninga frá upphafs stöð í öðru landi til áfangastaðar í þriðja landi . Þetta ákvæði er ekki að finna í Bermúda­sátt­ mál anum, heldur segir þar að við veitingu lend ingarleyfa skuli tekin mið af „flutn­ * Matið var gert með aðferðum sem nú myndu vart teljast gjaldgengar . Fyrirtækið var hvorki metið á markaðsvirði né upplausnarvirði . Í matinu var t .d . ekkert tillit tekið til hinna miklu verðmæta sem fólust í víðfeðmu markaðsstarfi Loftleiða, ekki síst í Bandaríkjunum, eða söluneti félagsins víða um heim . Þá var eignin í Hótel Loftleiðum stórlega vanmetin . ingsþörf“ þeirrar þjóðar sem leyfis æskir og „samkeppnisaðstöðu“ hennar . Loftleiðir hefðu ekki haslað sér völl á al þjóða vettvangi ef starfsemi félagsins hefði tak markast af flutningaþörf íslensku þjóðarinnar . Stærstu flugfélög Vesturlanda bundust sam tökum í IATA, Alþjóðasambandi flug ­ félaga, og samþykktu að eyða allri sam­ keppni í fargjaldamálum með því að ákveða í sameiningu lágmarksfargjald fyrir öll flugfélög á sömu flugleið . Og þar eð IATA­ flugfélögin nutu flest umtalsverðra ríkis­ styrkja og voru sum í ríkiseign, var tiltekið í loftferðasamningum flestra Evrópuríkja að einungis þau flugfélög sem samþykktu að fljúga samkvæmt taxta IATA, fengju lend­ ingar leyfi í viðkomandi löndum, önnur ekki . Loftleiðamenn voru því nauðbeygðir til að fljúga samkvæmt IATA­töxtum milli Íslands og Evrópulanda, en gátu ráðið að mestu fargjöldum sínum á flug leiðinni Ísland­Bandaríkin . Það er dálítið kaldhæðnislegt að hugsa til þess að íslensk flugmálayfirvöld skyldu á sínum tíma amast við loftferðasamningi Íslands . Flestar þjóðir heims ins gerðu loft­ ferðasamninga í anda Bermúda­sáttmálans og í lok árs 1946 skrif aði þá verandi flug­ málastjóri, Erling Ellingsen, bréf til sam­ göngu ráðuneytisins þess efnis að loft ferða­ samningurinn við Bandaríkin yrði lagaður að Bermúda­sáttmálanum . Um mitt ár 1947 ítrekaði hann þennan vilja sinn og um haustið ákvað meiri hluti Flug ráðs að fara þess á leit við sam göngu ráðu neytið að segja samningnum upp . En fyrir góðra manna hjálp sofnaði málið í kerfinu . Loft­ leiða ævintýrið hefði aldrei gerst ef loft ferða­ samn ingur Íslands og Banda ríkjanna hefði verið á for sendum Bermuda­sáttmálans Skömmu eftir að Loftleiðamenn festu kaup á annarri millilandaflugvél sinni, Geysi, sum arið 1948, veitti Flugráð Bandaríkj­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.