Þjóðmál - 01.09.2013, Page 62

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 62
 Þjóðmál haust 2013 61 Galápagos­eyjar rísa úr hafi nær eitt þúsund kílómetra í vestur frá Ekvad­ or, Miðbaugsríki . Í klasanum eru átján eld­ fjallaeyjar, en einnig teljast nokkur sker og klettar með . Eyjarnar voru lengi ósnortn­ ar af mannahöndum og kunnar fyrir fjölskrúðugt gróður­ og dýralíf . Þótt mið­ baugur liggi um eyjarnar, rennur kaldur Humboldt­straumurinn þangað úr Suður­ Íshafi og mætir hlýrri hafstraumum úr sjónum undan Perú og Panama . Veðurfar er því mjög breytilegt, stundum skýjað og svalur úði í lofti, stundum sólskin og hiti eins og í öðrum hitabeltislöndum . Gróðurfar breytist líka með hæð: Við ströndina er þurrt og gróður gisinn, en ofar tekur við hvert gróðurbeltið af öðru, eftir því sem úrkoma eykst, en um leið dregur úr hita . Þar er til dæmis sums staðar þéttur regnskógur, en efst gróður svipaður og á sléttum Argentínu, pampa . Loftslag er einnig breytilegt frá einni ey til annarrar, en stríðir hafstraumar á milli eyjanna, og þess vegna hefur dýralíf og gróðurfar þróast hvert á sinn hátt á hverri ey . Ýmis sérkennileg dýr hafa tekið sér bólfestu og eiga griðastað á eyjunum, svo sem risaskjaldbökur, sundeðlur, loð­ selir og ótal tegundir óvenjulegra fugla . Margar eru þessar gróður­ og dýrategundir einlendar (endemic), en það í því felst, að þær eru aðeins til á þessum eyjum og hvergi annars staðar . Mörg dýranna á eyjunum afla sér fæðu úr sjó, en þar eru gjöful fiski­ mið vegna sífellds uppstreymis sjávar og því nægrar fæðu . Dýrin á eyjunum eru spök, enda óvön mönnum . Fyrst getur manna ferða á Galápagos­eyjum árið 1535, er Faðir Tomás de Berlanga, biskup í Panama, varð skipreika þar á siglingu til Perú . Fundu hann og menn hans sárlega fyrir vatnsskorti í eyjunum, en þar eru fáar sem engar vatnslindir, svo að rigningarvatn verður oftast að duga . Kölluðu Spánverjar eyjarnar „Islas Encantadas“ eða Eyjar í álögum . Fór það eftir ólíkri reynslu gesta, hvort þeim fannst það merkja blessun eða bölvun . Eyjarnar voru áfram óbyggðar, en sæfarar og sjóræningjar komu þar stundum við . Ekvador lagði eyjarnar undir sig 1832 . Breski náttúrufræðingurinn Charles Hannes Hólmsteinn Gissurarson Eyjar í álögum Söguleg ferð til Galápagos­eyja sumarið 2013

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.