Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 62

Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 62
 Þjóðmál haust 2013 61 Galápagos­eyjar rísa úr hafi nær eitt þúsund kílómetra í vestur frá Ekvad­ or, Miðbaugsríki . Í klasanum eru átján eld­ fjallaeyjar, en einnig teljast nokkur sker og klettar með . Eyjarnar voru lengi ósnortn­ ar af mannahöndum og kunnar fyrir fjölskrúðugt gróður­ og dýralíf . Þótt mið­ baugur liggi um eyjarnar, rennur kaldur Humboldt­straumurinn þangað úr Suður­ Íshafi og mætir hlýrri hafstraumum úr sjónum undan Perú og Panama . Veðurfar er því mjög breytilegt, stundum skýjað og svalur úði í lofti, stundum sólskin og hiti eins og í öðrum hitabeltislöndum . Gróðurfar breytist líka með hæð: Við ströndina er þurrt og gróður gisinn, en ofar tekur við hvert gróðurbeltið af öðru, eftir því sem úrkoma eykst, en um leið dregur úr hita . Þar er til dæmis sums staðar þéttur regnskógur, en efst gróður svipaður og á sléttum Argentínu, pampa . Loftslag er einnig breytilegt frá einni ey til annarrar, en stríðir hafstraumar á milli eyjanna, og þess vegna hefur dýralíf og gróðurfar þróast hvert á sinn hátt á hverri ey . Ýmis sérkennileg dýr hafa tekið sér bólfestu og eiga griðastað á eyjunum, svo sem risaskjaldbökur, sundeðlur, loð­ selir og ótal tegundir óvenjulegra fugla . Margar eru þessar gróður­ og dýrategundir einlendar (endemic), en það í því felst, að þær eru aðeins til á þessum eyjum og hvergi annars staðar . Mörg dýranna á eyjunum afla sér fæðu úr sjó, en þar eru gjöful fiski­ mið vegna sífellds uppstreymis sjávar og því nægrar fæðu . Dýrin á eyjunum eru spök, enda óvön mönnum . Fyrst getur manna ferða á Galápagos­eyjum árið 1535, er Faðir Tomás de Berlanga, biskup í Panama, varð skipreika þar á siglingu til Perú . Fundu hann og menn hans sárlega fyrir vatnsskorti í eyjunum, en þar eru fáar sem engar vatnslindir, svo að rigningarvatn verður oftast að duga . Kölluðu Spánverjar eyjarnar „Islas Encantadas“ eða Eyjar í álögum . Fór það eftir ólíkri reynslu gesta, hvort þeim fannst það merkja blessun eða bölvun . Eyjarnar voru áfram óbyggðar, en sæfarar og sjóræningjar komu þar stundum við . Ekvador lagði eyjarnar undir sig 1832 . Breski náttúrufræðingurinn Charles Hannes Hólmsteinn Gissurarson Eyjar í álögum Söguleg ferð til Galápagos­eyja sumarið 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.