Þjóðmál - 01.09.2013, Side 74

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 74
 Þjóðmál haust 2013 73 hafði spurst af um árabil, og með góðri hjálp lesenda blaðsins hafðist upp á manninum, sem þá var fyrir löngu sestur að á Galápagos­eyjum .“22 Enn var minnst á Íslending á Galápagos­eyjum í lesendabréfi í Morgunblaðinu 1976 . Bréfritari, sem merkti sig með upphafsstöfunum „O . M .“, kvaðst nýlega hafa lesið bókina Ferðina til Galápagos eftir William Albert Robinson, sem út kom í New York 1936 . Höfundur hefði farið í könnunarleiðangur til eyjanna árin 1933–1934 og þá hitt Íslending að nafni Finnsen .23 Víkverji Morgunblaðsins rifjaði 1988 upp upplýsingarnar um Íslendinginn úr þeirri bók í tilefni þess, að sýndir voru í sjónvarpinu þættir um dýralíf á Galápagos­ eyjum, og kvað sér leika forvitni á að vita, hver þar hefði farið .24 Erlendar heimildir Eftir að ég rakst á þessar heimildir, kviknaði áhugi minn á málinu, svo að ég ákvað að kanna það nánar, og skrifaðist ég meðal annars á við rithöfundinn og sagnfræðinginn John Woram, sem er sérfróður um sögu Galápagos­eyja .25 Í ljós kom, að víðar er í erlendum heimildum minnst á Íslendinginn en í bók Robinsons um ferðalag hans 1933–1934 . Bandarísk kona, sem hafði mikinn áhuga á Galápagos­ eyjum og kom þangað oft, Lillian Otterman, skrifaði sögu byggðarinnar þar . Hún getur þess, að Íslendingur að nafni Finsen hafi komið til Santa Cruz sumarið 1931 ásamt dönskum hjónum að nafni Rader . Finsen hafi kunnað vel til reiða­ og seglagerðar . Hann hafi um skeið gert reiða fyrir laxveiðimenn á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna . Sérstaklega hafi honum verið lagið að flétta saman stálvíra, og hafi hann því verið fenginn til að gera reiða fyrir olíuflutningaskip í Mexíkó og Suður­ Ameríku . Þar hafi hann kynnst Rader, sem hafi verið verkfræðingur og unnið að brúm og höfnum, námum og olíudælum, víða í Rómönsku Ameríku . Saman hafi þeir smíðað 150 olíugeyma í Venesúela . Þótt kona Raders hafi verið dönsk, hafi hann hitt hana í Mexíkó . Þau Finsen og Rader­hjónin hafi ákveðið að eiga kyrrláta elli á Galápagos­ eyjum og flust þangað frá Síle . Rader­hjónin hafi reist sér hús við sjóinn, sem prýtt hafi verið vatnslitamyndum eftir húsmóðurina . Þeir Rader og Finsen hafi verið prýðilega efnum búnir báðir og kunnað að bjarga sér . Otterman segir, að Finsen hafi verið „lágvaxinn maður með brotið nef, grátt alskegg, snöggur í hreyfingum og iðaði af orku“ .26 Nokkrir Norðmenn settust að á Galáp­ agos­eyjum upp úr 1920 (eins og Johan Falkberget skopast að í skáldsögunni um Bör Börsson),27 og skrifaði Jacob Lundh, sem ólst þar upp, en fluttist síðar til Noregs, ágrip af sögu eyjanna . Hann minnist þar á Íslendinginn Walter Finsen, sem hafi komið til eynnar Santa Cruz árið 1931 ásamt dönskum hjónum að nafni Raeder . Þeir Finsen og Raeder hafi stundað landbúnað og fiskveiðar . Raeder hafi flust frá eyjunum, en Finsen dáið þar í svefni árið 1945 .28 N okkrir Norðmenn settust að á Galáp agos­eyjum upp úr 1920 (eins og Johan Falkberget skopast að í skáldsögunni um Bör Börsson), og skrifaði Jacob Lundh . . . ágrip af sögu eyjanna . Hann minnist þar á Íslendinginn Walter Finsen, sem hafi komið til eyjar­ innar Santa Cruz árið 1931 . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.