Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 74

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 74
 Þjóðmál haust 2013 73 hafði spurst af um árabil, og með góðri hjálp lesenda blaðsins hafðist upp á manninum, sem þá var fyrir löngu sestur að á Galápagos­eyjum .“22 Enn var minnst á Íslending á Galápagos­eyjum í lesendabréfi í Morgunblaðinu 1976 . Bréfritari, sem merkti sig með upphafsstöfunum „O . M .“, kvaðst nýlega hafa lesið bókina Ferðina til Galápagos eftir William Albert Robinson, sem út kom í New York 1936 . Höfundur hefði farið í könnunarleiðangur til eyjanna árin 1933–1934 og þá hitt Íslending að nafni Finnsen .23 Víkverji Morgunblaðsins rifjaði 1988 upp upplýsingarnar um Íslendinginn úr þeirri bók í tilefni þess, að sýndir voru í sjónvarpinu þættir um dýralíf á Galápagos­ eyjum, og kvað sér leika forvitni á að vita, hver þar hefði farið .24 Erlendar heimildir Eftir að ég rakst á þessar heimildir, kviknaði áhugi minn á málinu, svo að ég ákvað að kanna það nánar, og skrifaðist ég meðal annars á við rithöfundinn og sagnfræðinginn John Woram, sem er sérfróður um sögu Galápagos­eyja .25 Í ljós kom, að víðar er í erlendum heimildum minnst á Íslendinginn en í bók Robinsons um ferðalag hans 1933–1934 . Bandarísk kona, sem hafði mikinn áhuga á Galápagos­ eyjum og kom þangað oft, Lillian Otterman, skrifaði sögu byggðarinnar þar . Hún getur þess, að Íslendingur að nafni Finsen hafi komið til Santa Cruz sumarið 1931 ásamt dönskum hjónum að nafni Rader . Finsen hafi kunnað vel til reiða­ og seglagerðar . Hann hafi um skeið gert reiða fyrir laxveiðimenn á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna . Sérstaklega hafi honum verið lagið að flétta saman stálvíra, og hafi hann því verið fenginn til að gera reiða fyrir olíuflutningaskip í Mexíkó og Suður­ Ameríku . Þar hafi hann kynnst Rader, sem hafi verið verkfræðingur og unnið að brúm og höfnum, námum og olíudælum, víða í Rómönsku Ameríku . Saman hafi þeir smíðað 150 olíugeyma í Venesúela . Þótt kona Raders hafi verið dönsk, hafi hann hitt hana í Mexíkó . Þau Finsen og Rader­hjónin hafi ákveðið að eiga kyrrláta elli á Galápagos­ eyjum og flust þangað frá Síle . Rader­hjónin hafi reist sér hús við sjóinn, sem prýtt hafi verið vatnslitamyndum eftir húsmóðurina . Þeir Rader og Finsen hafi verið prýðilega efnum búnir báðir og kunnað að bjarga sér . Otterman segir, að Finsen hafi verið „lágvaxinn maður með brotið nef, grátt alskegg, snöggur í hreyfingum og iðaði af orku“ .26 Nokkrir Norðmenn settust að á Galáp­ agos­eyjum upp úr 1920 (eins og Johan Falkberget skopast að í skáldsögunni um Bör Börsson),27 og skrifaði Jacob Lundh, sem ólst þar upp, en fluttist síðar til Noregs, ágrip af sögu eyjanna . Hann minnist þar á Íslendinginn Walter Finsen, sem hafi komið til eynnar Santa Cruz árið 1931 ásamt dönskum hjónum að nafni Raeder . Þeir Finsen og Raeder hafi stundað landbúnað og fiskveiðar . Raeder hafi flust frá eyjunum, en Finsen dáið þar í svefni árið 1945 .28 N okkrir Norðmenn settust að á Galáp agos­eyjum upp úr 1920 (eins og Johan Falkberget skopast að í skáldsögunni um Bör Börsson), og skrifaði Jacob Lundh . . . ágrip af sögu eyjanna . Hann minnist þar á Íslendinginn Walter Finsen, sem hafi komið til eyjar­ innar Santa Cruz árið 1931 . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.