Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 3
efnisyfirlit Guðlaug Guðmundsdóttir Skólavarðan á erindi við alla Skólavarðan kemur nú út um líkt leyti og þjóðin gengur til Alþingiskosninga. Kosningabaráttan hefur verið heldur ruglingsleg að mati margra og einkennst af skringilegum uppákomum sem hafa dreift athygli fólks frá kjarna málsins; kosningamálunum. Því úrlausnarefnin eru mörg og brýn eftir einhvern versta efnahagskafla Íslandssögunnar frá því eftir seinni heimstyrjöld. Hagræðing í skólum á góðæristímunum fyrir hrun gekk nærri skólastarfi og því var af litlu at taka þegar efnahagshrunið varð. En eigi að síður voru fjármunir til skóla á öllum skólastigum skornir miskunnarlaust niður. Afleiðing þess er komin í ljós og nú kreppir skórinn. Fjölmiðlar á Íslandi sýna skólamálum sorglega lítinn áhuga og mættu fjalla oftar um skólastarf og menntamál. Það er slæmt því þeir hafa vald til að hafa áhrif og vekja athygli og áhuga á því góða starfi sem kennarar og aðrir starfsmenn skóla vinna hér á landi fyrir skammarlega lág laun og slök kjör. En Kennarasamband Íslands á sína eigin miðla; rafræna fréttabréfið Eplið, sem bættist í flóruna fyrir fjórum árum og flytur fréttir og tilkynningar, vefinn ki.is sem er uppfærður daglega og geymir geysilegt magn upplýsinga um Kennarasam­ bandið og aðildarfélögin og síðast en ekki síst Skólavörðuna, tímaritið sem flytur greinar og um skólastarf og fagmál. Það er eina tímaritið á landinu sem hefur þá sérstöðu. Illu heilli var ákveðið á síðasta þingi KÍ að fækka tölublöðum Skólavörðunnar niður í tvö á ári í stað fjögurra. Það er mat mitt að það rjúfi samfellu útgáfunnar og veiki blaðið. Skólavarðan er nefnilega sá miðill KÍ sem ekki einungis á erindi við félagsmenn. Hún á líka erindi út á við, út í samfélagið. Því væri verðugt að endurskoða þessa samþykkt á næsta þingi að ári og fjölga tölublöðunum aftur í fjögur sem vísbendingar eru um að meiri hluti félagsmanna vilji. Umfjöllun um skólamál er greinilega á ábyrgð okkar kennara sjálfra. Með sumarkveðju, Guðlaug Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í útgáfu KÍ 1 Leiðari 2 VeggSpjöLd 4 FræðSLuFundir 6 FræðSLuFundur Við erum sterkari sameinuð en sundruð 8 FræðSLuFundur Látum ekki menntun gjalda kreppunnar! 10 FyrirLeStur Þú getur, hver sagði að það yrði auðvelt? 12 netSiðaregLur Aðgát skal höfð... 14 BÍÓ Lífið er línudans 16 LÍFeyriSmáL Ert þú á leið á eftirlaun? 18 FemÍniSmi „Og er það ekki líka svona öfga oft?“ 20 FrÓðLeiKur Skilaboðaskjóðan 22 ViðtaL Langförul og sífellt leitandi 24 uppSKeruHátÍð Nótan 27 nÝjung Gaman saman með nótum og táknum 28 HLutVerK Trúnaðarmaður – fulltrúi og einkavinur?! 30 máLÞing Að vera með í skóla og samfélagi 34 FjöLmenning Fjölmenningarleg menntun í framhaldsskólum 38 KjaramáL Staðan í kjaramálum aðildarfélaga KÍ 42 KjaramáL Niðurskurðurinn bitnar grimmdarlega á starfi framhaldsskólanna 44 náttÚruFræði Þekkingarsetur Suðurnesja 46 Fundur Fagráð heldur sinn fyrsta fund 48 Heimanám Heimalærdómur – úreltur eða ómissandi? 50 SöngLeiKur Konungur ljónanna 52 SKÓLamáL Kynningarátak FF 54 SmiðSHöggið Myndin af Tindastól 56 HugarLeiKFimi Krossgáta ForSÍðan Myndina tók Tryggvi Már Gunnarsson. Hún er af sýningunni Konungur ljónanna, söngleik sem settur var upp í Hagaskóla í vetur. Leikarar: Lárus Jakobsson (Múfasa), Ari Ólafsson (Simbi yngri) og Katrín Stella Friðriksdóttir (Sarabí). Umfjöllun um sýninguna er í Skólavörðunni. Ritstjóri: Guðlaug Guðmundsdóttir (GG) gudlaug@ki.is / sími 595 1106. Ábyrgðarmaður: Þórður Á. Hjaltested thordur@ki.is. Umsjónarmaður félagatals: Fjóla Ósk Gunnarsdóttir fjola@ki.is / sími 595 1115. Ljósmyndir: Jón Svavarsson (JS), nema annað sé tekið fram. Hönnun og prentun: Oddi Umhverfisvottuð prentsmiðja Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867 8959. Prófarkalestur: Urður Snædal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.