Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 38

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 38
36 Skólavarðan 1. tbl 2013 fjölmenningfjölmenning réttur tiL að Læra eigið tungumáL miKiLVæg- ur Fyrir SjáLFSmyndina Í nýrri reglugerð um rétt nemenda í framhaldsskólum til íslenskukennslu nr. 654/2009 er einnig að finna ofan­ greind markmið, ásamt því að talað er um virkan þátt nemenda í íslensku samfélagi. Þar er einnig kveðið á um að allir skólar skuli móta sér móttökuáætl­ un þar sem unnið verði í nánu samstarfi við grunnskóla, kunnáttu og hæfni og í skipulögðu samráði við starfs­ fólks og sérfræðinga innan skólans. Þá hefur verið bætt við þeim mikilvægu ákvæðum að styrkja félagsleg tengsl og gagnkvæma félagslega aðlögun milli erlendra nemenda og íslenskra til að rjúfa félagslega einangrun, sé hún til staðar og upplýsingagjöf til nemenda og foreldra sé sem best um starfsemi skólans og einnig um það sem er í boði fyrir nemendur utan hans. Hér hefur verið gerð mikil bragarbót á, nemend­ um og foreldrum til hagsbóta. Að mínu mati vantar þó ákvæði um að nýta sér kosti fjölmenningarlegrar kennslu og að framlag nemendanna sé einnig virt í kennslu með tilliti til fjölbreytilegrar menningar þeirra. Réttur þeirra til að læra eigið tungumál er líka heldur rýr en hann skiptir mjög miklu máli í sjálfs­ mynd þeirra. Besta veganestið til að móta örugga etníska sjálfsmynd er að halda í móðurmál og upprunamenn­ ingu. Það er ekki vafi á því að kennsla nem­ enda af erlendum uppruna hefur batnað til mikilla muna undanfarin ár. Í könnun sem ég gerði í þremur fram­ haldsskólum þar sem spurt var um að­ lögun þeirra að skólastarfinu kom fram að þeim líður vel og eru að mörgu leyti ánægðir með kennsluna. Það sem þeir voru þó mjög óánægðir með var það hversu litla tengingu eða samskipti þeir hefðu við aðra nemendur skólans. Þeim fannst þeir vera nokkuð einangr­ aðir og félagslega afskiptir í námi og félagsstarfi skólans. Menningarmiðl­ unin er líka mjög einhliða þar sem þeir eru nær eingöngu þiggjendur. Því þarf að breyta og það verður án efa öllum nemendum til góðs. Foreldrar þeirra eru einnig nánast án tengsla við skól­ ann. Hér er verk að vinna til að gera að mörgu leyti gott skólastarf enn betra. Aðferðir fjölmenningarlegrar menntunar eru hluti af þeim leiðum, en þær þarf að nýta meira í skólastarfi en gert er. Með því er hægt að auðga það og gera það litríkara. Höfundur er kennari í Menntaskólanum á Ísafirði. Texti og mynd: Emil I. Emilson. Heimildaskrá: Banks, J. og Banks, C.A.M. (2007). Multicultural Education, Issues and perspectives.New York:Wiley Elsa Sigríður Jónsdóttir (2007). Aðlögun Íslendinga erlendis. Í Hanna B. Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jóns- dóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstj.), Fjölmenning á Íslandi. (bls. 331 – 353). Reykjavík: Rann- sóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og Háskólaútgáfan. Hanna Ragnarsdóttir (2007). Börn og fjölskyldur í fjölmenningarlegu samfélagi og skólum. Í Hanna B. Ragnarsdóttir, Elsa Sigríður Jónsdóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstj.), Fjölmenning á Íslandi. (bls. 249 – 273). Reykjavík: Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og Háskólaútgáfan. Elsa Sigríður Jónsdóttir (2007). Sjálfsmynd í fjölmenningarsamfélagi. Í Hanna B. Ragnarsdóttir, Elsa Sig- ríður Jónsdóttir og Magnús Þorkell Bernharðsson (ritstj.), Fjölmenning á Íslandi. (bls. 331 – 353). Reykjavík: Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum KHÍ og Háskólaútgáfan. Guðrún Pétursdóttir (2003). Allir geta eitthvað, enginn getur allt. Reykjavík: Hólar. Lög um framhaldsskóla (2008). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Glærur af námskeiðinu Fjölmenningarsamfélag og skóli: hugmyndafræði og rannsóknir (MEN127F) á haustmisseri 2010. Reglugerð um kennslu nemenda af erlendum uppruna nr.654/2009 Virkjum foreldra og aðstoðum við námið! Heimilisáskrift 1490 kr. Hlustunarængar fyrir mið- og efstastig! Þjálfum heyrn og eftirtekt! Heimilisáskrift 1190 kr. Gerum lestur og texta aðgengilegri! Heimilisáskrift 1290 kr. Styðjum við námið! Veitum nýja möguleika! Heimilisáskrift 1590 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.