Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 41

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 41
Skólavarðan 1. tbl 2013 kjaramálkjara ál 39 Viðmiðunarhópar kennara eru því eðli­ lega aðrir sérfræðingar. Það er faglega skylda kennara að verðmeta sérfræði­ menntun sína miðað við breyttar for­ sendur. Framundan er mikil vinna við að uppfylla kjarastefnu KÍ sem kveður á um að laun og önnur starfskjör kennara og náms­ og starfsráðgjafa standist ávallt samanburð við kjör annarra sér­ fræðinga á vinnumarkaði. Stjórn og samninganefnd SÍ munu vinna áfram að því að forgangsraða og þrepaskipta markmiðum og leiðum en gert er ráð fyrir að þau liggi fyrir í vor, til kynningar og umræðu meðal félags­ manna. Á vinnufundinum var einnig rætt um samræmingu á kjarasamningum Skólastjórafélags Íslands og Félags stjórnenda í leikskólum. Vilji var til að skoða þær hugmyndir frekar og vinna með FSL að því að samræma kjarasamninga eins og kostur væri og nauðsynlegt vegna samrekstrar skóla. FéLag LeiKSKÓLaKennara Texti: Haraldur F. Gíslason, formaður FL. Allt síðastliðið ár hefur Félag leik­ skólakennara, ásamt samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, verið í mikilli launagreiningarvinnu í tengslum við ákvæði í kjarasamningi. Samningsaðilar ákváðu að láta fara fram endurskoðun á kjörum leikskóla­ kennara, með það að markmiði að jafna grunnlaun og starfskjör þeirra við kjör annarra háskólamenntaðra starfsmanna er sinna sambærilegum störfum. Þannig yrðu laun og önnur kjör leikskólakennara samkeppnisfær við kjör samanburðarhópa. Hluta þessarar vinnu lauk um mitt ár 2012 og ákveðnar leiðréttingar á grunnlaunum leikskólakennara koma til framkvæmda á samningstímabilinu. Seinni hluti samkomulagsins kveður á um að starfskjör beri samningsaðilum, samkvæmt úrskurði ábyrgðarnefndar verkefnisins, að koma sér saman um áður en þriðja þrep leiðréttingarinnar kemur til framkvæmda. Árið 2014 er skammt undan og í lok apríl það ár er kjarasamningur FL laus. Samninganefnd FL hefur fyrir þó nokkru hafið undirbúning fyrir kjarasamningsgerðina 2014 og segja má að undirbúningur hafi í raun hafist strax við undirritun kjarasamninga 2011. Eftir að ný lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda voru samþykkt árið 2008 þarf nú fimm ára meistaranám til að fá leyfisbréf til kennslu á á öllum skólastigum. Með því viðurkennir löggjafinn að kennsla hafi verið vanmetin og störfin einnig breyst það mikið að nauðsynlegt sé að kennarar hafi fimm ára sérfræði­ menntun. Eitt kort 35 vötn 6.900 kr www.veidikortid.is Kynnið ykkur sértilboð til félagsmanna á skrifstofu og orlofsvef. 00000 * frí heimsending 00000 00000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.