Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 11

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 11
Skólavarðan 1. tbl 2013 9 eldrar barna sem flytja til landsins geta gengið að því vísu að fá góða þjónustu og gott skólastarf á öllum skólastig­ um, hvar sem er á landinu. Kennarar eru vel menntaðir, metnaðarfullir og fullir sjálfstrausts. Allt þetta má lesa úr skýrslum OECD. Þar kemur einnig fram að laun íslenskra kennara séu með þeim lökustu, en kennsluskylda sé svipuð og hjá kollegum okkar á Norðurlöndunum. LyKiLatriði að HaFa nægan tÍma tiL undirBÚningS Nú er þrýstingur á aðildarfélög KÍ, af hálfu viðsemjenda, samninganefnda ríkisins og sveitarfélaganna, um að breyta vinnutíma kennara. Viðsemj­ endur vilja auka viðveru kennara í skól­ um og jafnvel stytta tímann sem fer í undirbúning og úrvinnslu kennslu­ stunda. Þarna verðum við að gæta okkar. Fræðimenn telja það lykilatriði að kennarar hafi tilhlýðilegan tíma til undirbúnings kennslu til að tryggja gæði hennar. Við berjumst t.d. fyrir því að undirbúningstími sé aukinn hjá leik­ skólakennurum, en sú barátta er erfið þegar sveitarfélögin telja þann tíma of mikinn hjá samanburðarstéttinni, grunnskólakennurum. Við þurfum að standa saman í að verja þennan hluta starfsins hjá grunn­ og framhaldsskólakennurum og auka hann hjá leikskólakennurum. Við þurfum í ræðu og riti að gera aðilum grein fyrir mikilvægi þessa hluta starfs­ ins. Við þurfum ávallt að sinna þessum hluta starfsins af kostgæfni og minna okkur og aðra stöðugt á að þörf fyrir undirbúning getur verið ólík eftir eðli kennslu sem og milli einstaklinga. Í framtíðarsýn EI á kennarastarf 21. aldar er talið nauðsynlegt að kennarar vinni saman við undirbúning kennslu, vinni í teymum og auki samþættingu námsgreina. Kennarar verða sjálfir að finna sinn takt í þessu. Möguleikar þess að skilgreina teymisvinnu í kjarasamn­ ingum er eitt af því sem rætt hefur verið við viðsemjendur. Slíkt þekkist í kjarasamningum kollega okkar á Norð­ urlöndum. LeiKSKÓLinn er FyrSta SKÓLaStigið Við eigum sóknarfæri sem felst í því að nú er gerð lagaleg krafa um að allir sem sækja um leyfisbréf til kennslu í leik­, grunn­ eða framhaldsskóla verða að hafa lokið meistaragráðu frá viðurkenndum háskóla. Með þessu er Ísland komið á stall með Finnlandi í menntakröfum sem gerðar eru til kennara og stjórnenda. Ein af útskýr­ ingum OECD á góðu gengi og stöðu menntamála í Finnlandi er að kennarar og stjórnendur séu vel menntaðir. Þeir hafa menntun sem gerir þeim kleift að rýna í rannsóknir í faginu, gera sínar eigin rannsóknir og leita sífellt að betri lausnum eða aðferðum við kennslu. Einnig er bent á mikið faglegt sam­ starf við aðra sérfræðinga sem tengj­ ast skólastarfi. En Ísland hefur tekið forystu, þar sem við erum með þeim fyrstu til að krefjast þess að leikskóla­ kennarar séu með meistarapróf eins og aðrir kennarar. Þetta undirstrikar að leikskólinn er fyrsta skólastigið. Þessu fögnum við. miKLar KröFur eru gerðar tiL Kennara á nÝrri öLd Í skýrslu OECD sem sett var fram sem umræðugrundvöllur á ráðstefnu EI og OECD í New York á síðasta ári var eftir­ farandi sýn á starf kennara: Þeir þurfa að vera vel að sér í kennslufræði og þeim námsgreinum og námssviðum sem þeir kenna til að geta brugðið á ný ráð og, ef nauðsyn ber til, breytt kennsluháttum til að námið verði sem árangursríkast. Þeir þurfa að geta grip­ ið til margvíslegra aðferða og vita hve­ nær hver aðferð eða áætlun hæfir best. Slíkar áætlanir ættu að samanstanda af beinni bekkjarkennslu, leiðbeindu leitarnámi, hópvinnu og aðstoð við sjálfsnám og einstaklingsbundið upp­ götvunarnám. Kennarar þurfa að hafa djúpan skilning á námsferlum og átta sig á hvað vekur áhuga einstakra nem­ enda, bera skynbragð á tilfinningar og líf þeirra utan skólans. Kennarar þurfa að kunna að starfa með öðrum kenn­ urum, sérfræðingum og fagfólki innan sömu stofnunar, með einstaklingum í öðrum samtökum, nota samskiptanet faghópa og tengjast öðrum í starfi á mismunandi hátt. Kennarar þurfa að tileinka sér umtalsverða upplýsinga­ tækni til að nýta stafrænar uppsprettur í kennslu sinni og til að fylgjast með námsframvindu nemenda. Sú kennsla sem þörf er á í dag krefst kennara sem eru mjög færir og sífellt til í að auka þekkingu sína. Kennarar þurfa að innleiða nýjungar til þess að kalla fram nýja vaxtarsprota með betri afköstum og meiri árangri. Á krepputímum hættir stjórnvöldum við að fórna gæðum til að ná fram hag­ ræðingu. Slíkt samþykkjum við aldrei. Það er okkar hlutverk sem fagstéttar og sérfræðinga að verja fagið okkar og benda á bestu leiðir til að viðhalda gæðum skólastarfs og auka þau á hag­ kvæman hátt. Eftir fjögurra ára stöð­ ugan niðurskurð á fjárframlögum til skólamála er þetta krefjandi verkefni. Við þurfum því öll að standa saman sem sterk fagstétt. ­ Menntun er okkar fag. Gerum góðan skóla enn betri! Texti: Þórður Á. Hjaltested. Látum ekki menntun gjalda kreppunnar! fræðslufundurfræðslufund r Sú kennsla sem þörf er á í dag krefst kennara sem eru mjög færir og sífellt til í að auka þekkingu sína. Viðsemjendur vilja auka viðveru kennara í skólum og jafnvel stytta tímann sem fer í undirbúning og úrvinnslu kennslu- stunda. Þarna verðum við að gæta okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.