Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 54

Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 54
52 Skólavarðan 1. tbl 2013 skólamálskólamál Í ljósi nýrrar aðalnámskrár er ástæða fyrir tungumála- kennara að bera höfuðið hátt og halda á lofti mikilvægi þeirra greina sem þeir kenna. Í upphafi er ákveðið hvernig lokapróf lítur út, hvaða mark- miðum eigi að ná og í hverju eigi að prófa. takmarkið er að sjá og snerta eðlisfræðina sem er alls staðar í kringum okkur og reyna að fá nokkur „aha- augnablik“, auðvitað er ekki hjá því komist að krydda með nokkrum óskiljanlegum útreikningum, en er það ekki bara hollt? Í skólunum þarf að efla bar- áttu og samstöðu og þrýsta á að stofnanasamningar virki til að viðhalda stöðugri og eðlilegri launaþróun. ég held því fram að ein aðal- ástæðan fyrir ákafa mennta- málaráðuneytisins að stytta framhalds skólann um eitt ár sé hundakúnstir prangfræð- inga (samheiti fyrir viðskipta- og hagfræðinga) í ráðuneyt- inu. Framhaldsskólinn hefur tekið yfir gamla gagnfræðaskól- ann, iðnskólann og mennta- skólann og líka alla þá nem- endur sem áður hefðu ekki farið í neina skóla. Kynningarnefnd Félags framhalds­ skólakennara ýtti úr vör metnaðarfullu átaki í byrjun árs. Það felst í tveimur nýjungum á heimasíðu félagsins; Kenn­ ara mánaðarins, sem er stutt mynd­ skeið og sýnir kennara að störfum, og Vikupóstinum, pistli sem félagsmenn skrifa. Efni Vikupóstanna er margbreytilegt, eins og sést á glefsunum hér til hliðar sem allar eru sóttar þangað. Greinilegt er að fagmálin eru höfundum hugleik­ in en kjaramálin eru líka tekin föstum tökum. Kynningarnefndin leitaði hóf­ anna hjá þeim sem hún taldi líklega til að ríða á vaðið en nú eru félagsmenn farnir að taka við sér og senda inn greinar að eigin frumkvæði. SKÓLamáLaumræðu Vant- ar SárLega Í FjöLmiðLum Vikupósturinn hefur vakið verð­ skuldaða athygli og er pistlunum víða deilt gegnum samskiptasíður eins og Facebook, þar sem sést að fjölmargir lesa þá. Dæmi eru líka um að óskað hafi verið eftir að fá að birta þá í öðrum vefmiðlum. Þeir sem áhuga hafa á að skrifa Vikupóst eru hvattir til að taka þátt í átakinu og senda greinar til Önnu Maríu Gunnarsdóttur anna@ki.is eða Elnu Katrínar Jónsdóttur elna@ki.is. Viðmiðunarlengd pistlanna er um 500 orð eða ein blaðsíða. Hér gefst tækifæri til að hrinda af stað og taka þátt í skóla­ málaumræðu sem sárlega vantar í ís­ lenska fjölmiðla. innLegg Í Baráttu Fyrir Bættum Kjörum Kennari mánaðarins er myndskeið þar sem kvikmyndalinsunni er beint að kennara í daglegu starfi. Fyrst til að taka að sér það hlutverk voru Ásta Pálmadóttir, stærðfræðikennari í Flensborgarskóla, Þórður Kristinsson, félagsfræðakennari í Kvennaskólanum, og Ágústa Jóhannsdóttir, kennari á sjúkraliðabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Þau lýsa starfi sínu og dag­ legum úrlausnarefnum, auk þess sem samstarfsmenn og nemendur eru teknir tali. Myndskeiðin gætu reynst gott innlegg í baráttu kennara fyrir bættum kjörum. Nemendur á upplýsinga­ og fjölmiðla­ tæknibraut í Flensborgarskólanum taka myndskeiðin upp undir stjórn kennara síns, Halldórs Árna Sveins­ sonar, en upptökurnar eru liður í námi þeirra. Kynningarnefnd Félags framhalds­ skólakennara skipa: Anna María Gunn­ arsdóttir, Ármann Halldórsson, Elna Katrín Jónsdóttir og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Mynd: Halldór Árni Sveinsson. Kynningarátak Félags framhaldsskólakennara

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.