Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 42

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 42
40 Skólavarðan 1. tbl 2013 kjaramálkjara ál FéLag StjÓrnenda LeiKSKÓLa Texti: Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður FSL. Félag stjórnenda leikskóla samdi um sömu prósentuhækkanir og aðrir á vordög­ um 2011. Umfram almennar prósentuhækkanir samdist um aukið stjórnunar­ hlutfall aðstoðarleikskólastjóra og bókanir sem vonir voru bundnar við. Í bókun eitt er ákveðið að móta sameiginlega framtíðarsýn sveitarstjórnarmanna, FSL og Félags leikskólakennara um hvernig leikskólastarfi verði best hagað. Í stuttu máli hefur ekkert verið gert með þessa bókun. Það er alveg ljóst að við­ horf Sambands sveitarfélaga til laga um menntun og ráðningu skólastjórnenda og kennara þarf að breytast mikið, en þar á bæ lýsir fólk sig andvígt fimm ára náminu og vill lækka enn frekar viðmið um fjölda leikskólakennara. Bókun tvö er um endurskoðun kjarasamnings. Stofnaður var starfshópur til að endurmeta hlutverk, ábyrgð og auknar kröfur til skólastjórnenda í leikskólum, með tilliti til framþróunar í starfi leikskólans. Einkum átti að endurskoða 1. kafla um laun og 10. kafla um starfsþróun. Greidd yrðu atkvæði um breytingar í lok nóvember 2012. FSL lagði fram margar hugmyndir, m.a. með það að markmiði að fá fastlauna­ samning fyrir alla félagsmenn, leiðrétta launaröðun aðstoðarleikskólastjóra og réttindi félagsmanna til námsleyfa. Næsta skref er að skoða hvort samvinnu­ grundvöllur finnist með Skólastjórafélagi Íslands, sem hagur væri í fyrir bæði félög. Enn hefur ekki verið fundað með viðsemjendum um bókanir þrjú og fjögur, en vinna við þær fer fram innan félaganna. Bókun þrjú snýst um að skoða þróun samreksturs og sameiningar m.t.t. hlutverks og ábyrgðar stjórnenda, og bókun fjögur er um endurskoðun á fyrirkomulagi vísindasjóðs. FéLag FramHaLdS- SKÓLaKennara Texti: Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður FF. Gildandi kjarasamningur KÍ/framhalds­ skóla við fjármálaráðherra var gerður vorið 2011 og honum fylgdi sérstakt samkomulag við menntamálaráðherra um aðlögun kennarastarfsins að nýjum framhaldsskólalögum. Skýrsla starfs­ hóps sem gerði tillögur á grundvelli samkomulagsins var síðan notuð við samningagerð á grundvelli bókunar 2 með kjarasamningnum sumarið og haustið 2012. Breytingar samkvæmt samkomulagi samninganefnda Félags framhaldsskólakennara/ Félags stjórn­ enda í framhaldsskólum og Samn­ inganefndar ríkisins voru bornar undir atkvæði félagsmanna FF og FS, en var hafnað af miklum meirihluta þeirra. Launahækkanir samkvæmt samkomu­ laginu hefðu orðið um 3% til viðbótar gildandi kjarasamningi, en samkomu­ laginu fylgdu einnig áform um endur­ skoðun vinnutímakafla kjarasamnings og skilgreint fé til kaupa á vinnu við námskrárgerð og aðra innleiðingar­ vinnu vegna framhaldsskólalaga frá 2008. Gildistími kjarasamningsins frá vori 2011 var styttur um tvo mánuði með samkomulagi í febrúar og aðrar breyt­ ingar gerðar í samræmi við ákvarðanir samningsaðila á almennum markaði. Kjarasamningur framhaldsskóla renn­ ur því út 31. janúar 2014. Síðasta pró­ sentuhækkun kom inn 1. mars sl., en eingreiðsla upp á kr. 38.000 kr. kemur til greiðslu 1.janúar. 2014 m.v. fullt starf en annars hlutfallslega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.