Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 4

Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 4
2 Skólavarðan 1. tbl 2013 Tryggir þína framtíð Vilt þú halda 100% af launum þínum við starfslok? Með lögbundnum skyldulífeyri, Allianz viðbótarlífeyri og auka lífeyristryggingu getur þú tryggt þér 100% af launum þínum við starfslok. 100% Sigga 55% 72% Gunna Jóna veggspjöldveggspjöld Látum ekki menntun gjalda kreppunnar! Forðum menntun frá niðurskurði! C M Y CM MY CY CMY K EICrisisPoster_ProtectFromCuts_is_press.pdf 1 7/11/2012 14:10:39 C M Y CM MY CY CMY K Dont.freeze_blank.pdf 1 1/08/2012 15:14:53 Ekki frysta framtíð mína Látum ekki menntun gjalda kreppunnar! CrisisPosters.indd 12 7/11/2012 13:49:40 Höfum hemil á hópastærðum Látum ekki menntun gjalda kreppunnar! CrisisPosters.indd 11 7/11/2012 13:48:30 Kennarasamband Íslands lét í vetur prenta fjögur veggspjöld og sendi þau í alla leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskóla landsins. trúnaðarmenn KÍ fengu veggspjöldin send til sín í stærðinni a3 og var falið að dreifa þeim í skólunum. Þau voru send út þar sem KÍ vill vekja athygli á menntamálum og fá umræðu um þau í aðdraganda kosninga. Tilgangurinn með veggspjöldunum er að fá samfélagið til að hafna niðurskurði fjárframlaga til menntamála og vekja athygli á þeim alvarlegu afleiðingum sem niðurskurðurinn getur haft til langs tíma. Þeim er sérstaklega beint að stjórn­ málamönnum og öðrum áhrifamönnum í samfélaginu. Spjöldin eiga að vera hvatning fyrir kennarastéttina, og aðra sem hagsmuna eiga að gæta, til að vera á varðbergi gagnvart þeirri aðför að skólahaldi sem niðurskurðurinn er. HöFum HemiL á HÓpaStærðum! Margir létu í ljós ánægju sína með framtakið. Trúnaðarmaður sem kom í Kennara­ húsið sagðist helst vilja „betrekkja“ skólann með veggspjöldunum og vildi fá fleiri til að dreifa víðar, en veggspjöldin voru einnig prentuð í stærðinni A4. Kennarar hafa lýst þeirri skoðun sinni að þau séu fallega hönnuð og ögrandi. Á einu veggspjaldinu segir „Höfum hemil á hópastærðum!“ Of stórir náms­ hópar eru alvarleg birtingarmynd niðurskurðar á öllum skólastigum. Þeir gera kennurum óhægt um vik og takmarka mjög möguleika til að viðhafa nútímalega og fjölbreytta kennsluhætti, eins og ætlast er til í lögum og námskrám. Þetta bitnar á starfi kennara og getur til langs tíma orsakað dalandi menntun. Kennara­ stéttin mun berjast gegn þeirri framtíðarsýn með oddi og egg, þar sem gæða­ menntun fyrir alla er eitt helsta baráttumál KÍ og Alþjóðasambands kennara (EI). eKKi Sér Fyrir endann á aFLeiðingum niðurSKurðarinS En allt orkar tvímælis þá gert er. Einhverjum þóttu veggspjöldin of neikvæð og túlkuðu þau sem gagnrýni á kennara og dæmi eru um að yfirvöld hafi mælst til þess að þau yrðu ekki hengd upp. Því fer fjarri að veggspjöldunum sé ætlað að varpa rýrð á hið góða starf sem fer fram í íslenskum skólum, þrátt fyrir bág kjör kennara og niðurskurð. Framlög ríkis og sveitarfélaga til skólamála hér á landi hafa verið skorin miskunnarlaust niður, bæði fyrir og eftir efnahagshrunið 2008, og ekki sér fyrir endann á afleiðingum þess. Ástandið víða, t.d. í Suður­Evrópu, er þó enn verra en hér og ekki til eftirbreytni. Veggspjöldin voru hönnuð fyrir Alþjóðasamband kennara sem KÍ er virkur aðili að. Þau eru hluti af sameiginlegum viðbrögðum EI og aðildarfélaga við efnahags­ hruninu sem þjakar stóran hluta heimsbyggðarinnar. Kennarar geta komið í Kennarahúsið og fengið litlu veggspjöldin til dreifingar ef þeir vilja taka þátt í að vekja enn frekar athygli á því að niðurskurður í mennta­ málum er ekki líðandi. Kennarasamband Íslands vill stuðla að eflingu menntunar á öllum skólastigum og krefjast aukinna fjárframlaga til þess. Veggspjöldin hafa þann tilgang einan að koma þeirri skoðun á framfæri. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Látum ekki menntun gjalda kreppunnar!

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.