Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 20
18 Skólavarðan 1. tbl 2013 femínismifemínismi Hvaða merkingu leggja framhaldsskólanemar í hugtökin jafnrétti og femínisma? Hvaðan koma hugmyndir þeirra um hugtökin? Er munur á afstöðu þeirra til hug­ takanna eftir því hvort þeir fá fræðslu um þau eða ekki? ­ Til að fá svör við þessum spurningum gerði Jakobína Jónsdóttir kynjafræðingur eigindlega rannsókn í níu framhaldsskólum hér á landi, út frá sjónarhorni femínisma. Jakobína tók tíu viðtöl við sextán framhaldsskólanema á aldrinum 16 til 20 ára, átta einstaklingsviðtöl og tvö rýnihópaviðtöl. Þeir komu úr níu framhaldsskólum; Borgarholtsskóla, Verslunarskóla Íslands, Kvennaskólanum, Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Hraðbraut, Menntaskólanum í Kópa­ vogi, Fjölbrautarskólanum í Garðabæ og Flensborgarskóla. Rýnt var í viðtölin og hugmyndir þátttakenda um jafnrétti og femínisma greindar. gamLar Hugmyndir LiFa gÓðu LÍFi Flestir nemendurnir töldu sig nánast ekki hafa fengið neina jafnréttisfræðslu í skólanum. Flestir töldu sig hafa fræðst um jafnrétti og femínisma gegnum fjöl­ miðla,samskiptamiðla, bleikt.is og kvikmyndir. Fimm þátttakendur sögðust þó hafa fengið jafnréttisfræðslu í skólanum en þeir höfðu þá ýmist kennara sem var femínisti (Bhs og Kvennó), voru í róttækum skóla (MH) eða höfðu tekið kynja­ fræði sem valfag (Kvennó). Mikill munur var á upplifun hugtaksins femínismi milli þeirra sem eingöngu höfðu fræðst í gegnum fjölmiðla, netmiðla og kvikmyndir og þeirra sem fengið höfðu fræðslu í skóla. Skólinn virðist því vera áhrifavaldur í því hvaða merkingu framhaldsskólanemendur leggja í hugtakið femínisma og nokkuð ljóst að skólarnir þurfa að taka sig á í jafnréttisfræðslunni. Þegar birtingarmynd femínisma og femínista var skoðuð kom glögglega í ljós að flestir þátttakendur litu mun jákvæðari augum á jafnréttishugtakið en hugtakið femínisma. Útlit femínista bar oft á góma en gamlar hugmyndir um femínista og Rauðsokkur virðast enn lifa góðu lífi. Sem dæmi má nefna að Bjarnfreður, móðir Georgs Bjarnfreðarsonar í kvikmyndinni Bjarnfreðarson, var nefnd nokkrum sinnum á nafn í þessu tilliti. FæStir gerðu Sér grein Fyrir rÍKjandi KynjaKerFi Mikið var rætt um „öfgar“ femínismans en svo virðist sem umræðan nú snúist mikið um að femínistar hafi gengið of langt og séu komnir út fyrir skynsamleg mörk. Þetta kallast á við kenningar um „styðjandi og mengandi kvenleika“ sem kynjafræðingarnir Connell og Shcippers hafa fjallað um ritum sínum um efnið. Femínistar eru nátengdir mengandi kvenleika en hann er einmitt talinn fara út fyrir skynsamleg mörk þar sem hann reynir að brjóta upp kynjakerfið. Styðjandi kvenleiki er hins vegar talinn menningarlega æskilegri því hann styður við kynja­ „og er það ekki líka svona öfga oft?“ upplifun framhaldsskólanema á jafnrétti og femínisma. greinin er byggð á rannsókn jakobínu jóns- dóttur og meistaraprófsrit- gerð hennar í kynjafræði frá Háskóla Íslands. Jakobína Jónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.