Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 21
Skólavarðan 1. tbl 2013 19 femínismifemínismi kerfið og ráðandi karlmennsku þar sem karlar hafa valdið í samfélaginu. Til að styðja mál sitt um öfgar femínism­ ans bentu flestir nemendurnir á mál sem fengu mikla gagnrýni í fjölmiðlum og bloggheimum á sínum tíma, t.d. grænu konuna á gangbrautarljósum, liti á fötum ungbarna á fæðingar­ deildinni og auglýsingabækling frá Smáralind. Þátttakendur höfðu augljóslega ekki kynnt sér þessi mál til hlítar og því stafaði þessi sýn að miklu leyti af þekk­ ingarskorti. Það sýnir hversu varasamt það er að fræðslan komi einungis úr misvönduðum fjölmiðlum. Þá var mikið rætt um að femínistar vildu ná völdum af körlum; það væri mark­ mið þeirra að tróna einir á toppnum. Fæstir virtust hins vegar gera sér grein fyrir ríkjandi kynjakerfi, fannst til að mynda eðlilegt að græni kallinn prýddi öll gangbrautar ljós eingöngu af því þannig hafi það alltaf verið. Þetta sýnir hversu rótgróið kynjakerfið er í samfé­ laginu. ágætiS jaFnrétti Hér á Landi? Nemendurnir upplifðu jafnréttismál á Íslandi á mismunandi hátt. Margir þeirra vissu lítið sem ekkert um íslenska kvennabaráttu og héldu að jafnrétti kynjanna hefði hingað til og myndi alltaf koma með tímanum. Aðrir vissu þó meira og gerðu sér fulla grein fyrir því að mikið hefði verið að­ hafst í kvennabaráttu undanfarin ár og enn væri ýmislegt í gangi. Þegar rætt var um aðgerðir til að ná fram jafnrétti voru flestir ánægðir með feðraorlof og fannst það gott skref í jafnréttis baráttu. Kynjakvóti var heldur umdeildari, en flestum fannst betra að komast hjá honum. Mikið var rætt um að fólk ætti að vera metið á eigin verðleikum, það ætti ekki að skipta máli hvors kyns við­ komandi væri, sá sem talinn væri hæf­ ari ætti, t.d. að fá tiltekna stöðu. Margir virtust ekki gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem staðalmyndir kynjanna hafa og því að kynjunum eru eignaðir mjög ólíkir eiginleikar. Því getur það að velja fólk í stöður eingöngu eftir „eigin verðleikum“ verið mjög vafasamt. Þeir sem hlotið höfðu fræðslu um femín­ isma í skólanum voru mun jákvæðari í garð kynjakvótans og virtust hafa meiri þekkingu út á merkingu hans en þeir sem ekki höfðu fengið fræðslu í skólan­ um. Mörgum þátttakenda þótti kynja­ kvóti óþörf aðgerð, en það er kannski ekki furða þar sem að mati flestra þeirra ríkir „ágætis“ jafnrétti hér á landi. jaFnrétti jáKVæðara HugtaK en FemÍniSmi Flestir þátttakendur lögðu ólíka merk­ ingu í að vera jafnréttissinni og femín­ isti. Jafnréttissinni virtist hafa mun já­ kvæðara yfirbragð enda gátu næstum allir þátttakendur hugsað sér að kalla sig jafnréttissinna. Að kalla sig femín­ ista var önnur sag en ellefu þátttak­ endur af sextán gátu ekki hugsað sér að kalla sig það. Þeir sem ekki höfðu fengið fræðslu um jafnréttismál í skól­ anum gátu ekki hugsað sér að kalla sig femínista. Sú neikvæða mynd sem dregin hefur verið upp af femínistum virðist hafa afgerandi áhrif og því þótti ekki eftirsóknarvert að kenna sig við femínisma en þeir sem höfðu fengið fræðslu í skóla gátu hugsað sér að kalla sig femínista. Það er því ljóst að því meira sem þátttakendur hafa lært um femínisma í skólanum því jákvæðari merkingu leggja þeir í hugtökin. Niðurstöðurnar benda til þess að fræðsla í þessum málum skipti miklu máli varðandi upplifun og sýn á hug­ tökin, jafnrétti og femínisma. Því má álykta að fordómar gagnvart femín­ isma og femínistum þrífist að miklu leyti á vanþekkingu. Þó svo að skól­ arnir beri ekki alla ábyrgð á fræðslu nemenda er mikilvægt að skólarnir beiti sér í meiri mæli á þessu sviði og fylgi þá jafnframt lögum frá 2008 um markvissa jafnréttisfræðslu í skólum því jafnrétti kynjanna er nokkuð sem snertir velferð allra. Texti: Jakobína Jónsdóttir. Myndir: Jón Svavarsson. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kennari í Borgarholtsskóla með nemendum sínum í kennslustund um jafnrétti kynjanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.