Skólavarðan - 01.05.2013, Page 9

Skólavarðan - 01.05.2013, Page 9
fræðslufundurfræðslufund r SKÓLaVarðan 1. tbl 2013 7 og réttindamálum. Þau markmið eru ennþá í fullu gildi því enn er langt í land á mörgum sviðum, ekki síst launa­ málum. Nú ríður t.d. á að standa vörð um lífeyrisréttindi opinberra starfs­ manna sem sótt er að. Þótt félögin séu um margt ólík með mismunandi menningu og sýn þá er þó miklu fleira sem sameinar þau. Það sem kennara­ félögin eiga saman er m.a. fagið og menntunin, skóla starfið, samnings­ rétturinn, siðareglurnar, miðlarnir: Skólavarðan, Eplið og KÍ­vefurinn, orlofssjóður, sjúkrasjóður, vinnudeilu­ sjóður, Kennarahúsið og síðast en ekki síst sérhæfð miðlæg þjónusta sem nýtist öllum félagsmönnum í öllum aðildarfélögum. Hagkvæmnin af sam­ legðinni hefur skilað sér og samstarf milli skólastiga og kennarahópa aukist til mikilla muna,“ sagði Björg. SnÚum Vörn Í SÓKn Fram kom að þó nauðsynlegt sé að forysta KÍ velti því stöðugt fyrir sér hvernig starfseminni sé best fyrir komið þannig að KÍ sé sterk skipulags­ heild og bjóði félagsmönnum skilvirka og góða þjónustu. Hluti af því er að nú fer fram ítarleg endurskoðun á lögum og regluverki KÍ og sjóða sem undir KÍ heyra. Fundirnir eru einnig ætlaðir til þess að heyra skoðanir félagsmanna á því hvað betur megi fara og hvað beri að leggja meiri áherslu á í starfseminni. „KÍ og aðildarfélögin standa frammi fyrir því að snúa vörn í sókn og taka meira frumkvæði í allri umræðu um menntamál og skólastarf. Það eru endalausar áskoranir til að takast á við, sameiningar og samrekstur skóla, um­ ræður um flutning framhaldsskólans til sveitarfélaga, ný kennaramenntun sem festa þarf í sessi, menntastefna sem koma þarf í framkvæmd, kjara­ samningar á næsta ári o.s.frv. Allt fyrir­ ferðamikil og brýn mál. Við höfum það hlutverk og skyldur að vera málsvarar menntunar, og áhrifavaldar í umræðu um starfskjör og skólaþróun í samfé­ lagi sem er á fleygiferð. Við erum sterk­ ari sameinuð en sundruð. Þess vegna erum við saman í Kennarasambandi Íslands,” sagði Björg að lokum. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Við erum sterkari sameinuð en sundruð markmiðið með stofnun nýja KÍ á sínum tíma var að sameinast og nýta krafta stærðar og sam- stöðu til að vinna að bættum fag-, félags-, kjara- og réttindamálum. Þau markmið eru ennþá í fullu gildi því enn er langt í land á mörgum sviðum, ekki síst launa- málum. nú ríður t.d. á að standa vörð um líf- eyrisréttindi opinberra starfsmanna sem sótt er að.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.