Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 32

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 32
30 Skólavarðan 1. tbl 2013 málþingmál ing Leikskólar, grunnskólar og framhalds­ skólar eru almennir skólar sem þorri barna og ungmenna sækir. Þetta er fjölbreytilegur hópur og því má kannski segja að allir skólar, óháð skólastefnum, séu „skólar margbreyti­ leikans“. Í sama skilningi er samfélagið okkar líka „samfélag margbreytileik­ ans“, óháð allri pólitík, þar sem því til­ heyrir fólk af ýmsu tagi. En málið er samt ekki alveg svona einfalt. Þessi lágmarksskilningur er ekki það sem skólastefnan „skóli margbreytileikans“ eða „skóli án aðgreiningar“ vísar til. Við þekkjum það flest að hafa verið í hópi, á fundi eða í samkvæmi, en verið einhvern veginn á skjön, jafnvel einmitt vegna þess að við vorum á ein­ hvern hátt öðruvísi – sú staðreynd að við jukum við margbreytileika hópsins var þá ástæðan fyrir því að við lentum á jaðrinum. Slíkt getur verið vandræða­ legt á meðan það varir, en oftast lýkur því af sjálfu sér. Í augum sumra barna er skólinn svona staður. Þau mæta á morgnana og dúsa á jaðrinum allan daginn á stað þar sem þau eiga ekki heima. Þau eru vissulega á staðnum, en taka þau þátt í lífi skól­ ans sem vitsmunaverur eða siðferðis­ verur? LÝðræðiSLegur SKÓLi er Staður Þar Sem er pLáSS Fyrir ÓSætti Lýðræði í samfélagi gerir ráð fyrir því að allir séu með, ekki bara efnislega heldur líka vitsmunalega og siðferði­ lega. Hvenær sem við tölum um að ein­ hver sé með eða útilokaður, þá getum við spurt: Hvernig? Í hvaða skilningi? Það er mikill munur á því að vera með í þeim skilningi að fá að vera efnislega til staðar eða að vera með og fá að láta skoðanir sínar í ljósi. Þess vegna er líka lagt mikið upp úr því í mörgum kenn­ ingum um lýðræði að fólk fái að tjá skoðanir sínar. Það eitt og sér er þó ekki nóg til að vera fyllilega með. Það er mikill munur á því að fá að tjá skoð­ anir sínar og því að hlustað sé á mann. Það er heldur ekki nóg að á mann sé hlustað, því það þarf líka að taka mark á manni. Að taka mark á einhverjum er ekki það sama og að vera sammála honum; nemandi þarf ekki að vera sammála kennara þótt hann bæði hlusti og taki mark á honum. Lýðræðislegur skóli er staður þar sem lögð er rækt við lýðræð­ islega hegðun, þar sem er pláss fyrir ósætti, þar sem óskir, langanir og þarfir geta stangast á án þess að starfinu sé stefnt í uppnám. Í lýðræðislegum skóla er margbreytileikinn ekki agnúi, heldur þvert á móti tækifæri til að læra af.1 að náLgaSt nem- endur Sem VitSmuna- og SiðFerðiSVerur Í lýðræðislegum skóla hefur valdi ekki verið útrýmt, en því eru settar skorður; það er takmarkað af kennivaldi skyn­ seminnar. Sérhverja ákvörðun, sem varðar hag annarra, verður að styðja skynsamlegum rökum, sem allir geta kannast við að séu rök í málinu, jafnvel þeir sem eru þeim ósammála. Kennari sem vanrækir þessa kröfu og gengur fram í krafti stöðu sinnar nálgast ekki nemendur sína sem vitsmuna­ og sið­ ferðisverur, og útilokar þá þar með sem aðila að sameiginlegu lærdómssam­ félagi. LÝðræðiSLegur SKÓLi Verður að tengja Saman VitSmuni og SiðFerði Skóli sem skilgreinir fræðslu sem grundvallarstarfsemi sína getur vissu­ lega byggt upp einhvers konar þekk­ að vera með í skóla og samfélagi Ólafur páll jónsson dósent í heimspeki á menntavísindasviði HÍ. Ólafur Páll Jónsson. Mynd: Jón Svavarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.