Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 8
6 SKÓLaVarðan 1. tbl 2013 fræðslufundurfr ðslufundur Björg Bjarnadóttir skýrði frá ýmsum hagnýtum atriðum í daglegu starfi KÍ. Hún sagði m.a. frá því að stofnuð hefði verið sex manna fræðslunefnd haustið 2012 sem skipuð væri fulltrúum frá öllum skólastigum og sameiginlegum fulltrúa frá stjórnendafélögunum þremur. Nefndin gerði áætlun um fræðslu­ og vinnuumhverfismál, en helstu verkefni hennar væru að fylgja eftir samþykktum þings KÍ og skipu­ leggja sameiginlega fræðslu fyrir hvert kjörtímabil. Markmiðið með skipan fræðslunefndar er að koma miðlægum fræðslumálum á vegum KÍ í fastan far­ veg, en margoft hafa komið fram hug­ myndir um að efla þann þátt í starfsemi KÍ til að treysta böndin milli skólastiga og styrkja KÍ sem heild. Starf nefndar­ innar hefur farið vel af stað. Stærsta verkefnið sem fyrir liggur er að koma svokallaðri forystufræðslu af stað, en hún felst í því að halda sameiginleg námskeið fyrir trúnaðarmenn KÍ og þá sem kjörnir eru í hin ýmsu trúnaðar­ störf á vegum KÍ, aðildarfélaganna og svæða­ og félagsdeilda. Upplýsingar um nefndina er að finna á vef KÍ. Kennarar á öLLum SKÓLaStigum ÞurFa HVatningu Yfirskrift fræðslufundanna Stöndum með kennurum er fengin frá Alþjóða­ sambandi kennara (EI), og Björg segir að þetta slagorð eigi einmitt vel við um þessar mundir. Kennarar eru þunga­ miðjan í öllu skólastarfi, þeir setja markið hátt og gera kröfur til sjálfra sín og skólastarfsins. Væntingar sam­ félagsins til kennara og skólastarfs eru miklar og um leið og afleiðingar niðurskurðar verða sífellt ljósari eru gerðar auknar kröfur til stéttarinnar. „Það á að taka upp breytta kennslu­ hætti, innleiða nýja menntastefnu og fleira. Niðurstaða fræðslunefndar er sú,“ sagði Björg „að kennarar á öllum skólastigum hafi þörf fyrir hvatningu, stuðning og hrós og kallað sé eftir samræðu og samstöðu. Samfélagið allt þarf að standa með skólastarfi og sýna menntun og kennarastarfinu áhuga og virðingu í hvívetna. Fundirnir eru liður í því að KÍ vill veita kennurum og stjórnendum stuðning og hvetja þá til dáða í þeim flóknu aðstæðum sem þeir starfa við.“ miðLæg ÞjÓnuSta KÍ nÝtiSt FéLagSmönnum Hið nýja Kennarasamband Íslands er nú á fjórtánda ári og um það bil að slíta barnsskónum. Margt hefur þró­ ast og breyst frá því sambandið var stofnað, en það hefur þegar sýnt sig að kennara félögin séu vel sett í einu öflugu stéttarfélagi, að sögn Bjargar. „Markmiðið með stofnun nýja KÍ á sínum tíma var að sameinast og nýta krafta stærðar og samstöðu til að vinna að bættum fag­, félags­ kjara­ Við erum sterkari sameinuð en sundruð Björg Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.