Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 48

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 48
46 Skólavarðan 1. tbl 2013 starfsþróunstarfsþróun Katrín Jakobsdóttir, mennta­ og menningarmálaráðherra, tilkynnti um stofnun fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara á málþingi í Bratta í október sl. Mennta­ og menningarmálaráðuneyt­ ið skipaði svo fulltrúa í fagráðið eftir áramótin, samkvæmt tilnefningum. Aðalmenn Kennarasambands Íslands í fagráðinu eru: Anna María Gunnars­ dóttir (FF), Guðbjörg Ragnarsdóttir (FG), Björg Bjarnadóttir (FL), Ólafur H. Sigurjónsson (FS), Ingibjörg Kristleifs­ dóttir (FSL), Sigrún Grendal (FT) og Svanhildur María Ólafsdóttir (SÍ). Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara fundaði í fyrsta sinn í mars sl. Þetta er spennandi vettvangur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Fagráð heldur sinn fyrsta fund • Fagráðið er sameiginlegur vettvangur hagsmunaaðila sem greinir þarfir skólasam­ félagsins, miðlar upplýsingum og setur fram hugmyndir sínar um stefnu í símenntun og starfsþróun kennara. • Fagráð tryggir að hagsmuna­ aðilar hafi samráð um áherslur í starfsþróun stéttarinnar. • Ráðið verður leiðandi í um­ ræðu um þróun, stefnumótun um símenntun og starfsþróun og setur fram hugmyndir að nýjum áherslum og leiðum. • Ráðið leitar upplýsinga um helstu strauma og stefnur sem víðast og miðlar upplýsingum til skólasamfélagsins, t.d. á ráðstefnum, fræðslufundum og málþingum. • Fagráð aflar upplýsinga um þörf fyrir símenntun, t.d. með samræðu hagsmunaaðila og miðlar framboði á símenntun og starfsþróun kennara á upplýsingaveitu. Á vegum fagráðs starfar fimm manna stýrihópur og einnig geta vinnuhópar starfað að tilteknum málefnum. Ráðið getur tengst sambærilegum aðilum erlendis sem vinna að svipuðum mál­ efnum. Næstu verkefni eru að skipa í stýrihóp, ráða starfsmann í hálft starf og gera verkefna­ og fjárhagsáætlun. Nánari upplýsingar um fagráðið og aðdraganda þess er að finna í 2. tbl. Skólavörðunnar 2012, bls. 20­22. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.