Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 37

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 37
Skólavarðan 1. tbl 2013 35 Fimm miSmunandi grundVaLLarHugtöK James A. Banks (2005), einn af helstu hugmyndafræðingum fjöl­ menningarlegrar menntunar, segir að hún snúist um fimm grundvallarhug­ tök. Það fyrsta snýst um inntak námsins, að hvaða marki kennarar nota dæmi og inntak ólíkra menningarheima í kennslu sinni. Annað hugtakið lýtur að uppeldisfræði réttlætis en hún er fyrir hendi þegar kennarar breyta kennslu sinni þannig að hún bæti árangur nemenda úr ólíkum menningarhóp­ um, stéttum og kynjum. Í þriðja lagi talar hann um að smíða þekkingu sem felur í sér að kennarar þurfa að hjálpa nemendum að skilja, rannsaka og skil­ greina hvernig menningarleg afstaða, viðmið, sjónarhorn og skekkja innan námsgreina hefur áhrif á það með hvaða hætti þekking er sköpuð. Í fjórða lagi talar hann um að minnka fordóma en þar er lögð áhersla á að skilgreina hvað einkenni fordóma nemenda og hvernig megi breyta þeim með kennsluaðferðum og námsefni. Í lokin talar hann um skólamenningu sem eflir. Þá þarf að kanna hópamyndanir og flokkun, þátttöku í íþróttum, ósam­ ræmi í árangri og samskipti starfsfólks og nemenda milli menningarhópa til að skapa skólamenningu sem eflir nemendur úr ólíkum menningarhóp­ um og af báðum kynjum. umHVerFi og námS- gögn Í SKÓLum endur- SpegLi margBreytiLeiKa Þá er einnig mikilvægt að umhverfi og námsgögn í skólum endurspegli þann margbreytileika sem er að finna í skólum en það birtist m.a. í eftirfarandi þáttum skólastarfsins: • Sýnilegt umhverfi – myndir og teikningar á veggjum • Bækur – skólabækur og aðrar bækur sem eru í skólum • Annað efni – t.d. efniviður fyrir leik­ ræna tjáningu, tungumál og tónlist • Mikilvægi þess að fjölbreytileikinn sé eðlilegur hluti af skólastarfinu: Það er ekki nóg að hafa eitt eintak af efnivið sem endurspeglar minni­ hlutahópana! • Nota skal efnivið sem endurspeglar nútíma og samfélagið Ný heildarsýn á fjölmenningarlegt skólastarf felur í sér raunverulegar breytingar á öllum þáttum þess: • Námskrá • Kennslufræði • Námsmat • Heildarskipulag og stjórnun • Umhverfi, námsefni og annar efni­ viður • Samskipti og tengsl, skólabragur og skólamenning • Tungumál skólans • Tengsl við fjölskyldur og samfélag • Skólaþróun og skólastefna FramHaLdSSKÓLi – Lög og námSKrár Ákvæði um sérstakt grunnnám í ís­ lensku fyrir nemendur sem hafa annað móðurmál eru í lögum um framhalds­ skóla nr. 80/1996. Í reglugerð um sér­ staka íslenskukennslu í framhalds­ skólum nr. 329/1997 er síðan kveðið nánar á um rétt þessara nemenda til ís­ lenskukennslu og um tilhögun og mat á náminu. Markmiðið er að gera þá færa um að skilja og nota íslenskt mál, stunda nám í íslenskum framhalds­ skóla og taka þátt í íslensku samfélagi. Í aðalnámskrá framhaldsskóla er gerð grein fyrir markmiðum og skipulagi kennslunnar með tilliti til þarfa hóps­ ins. Í lögunum og reglugerðinni skín í gegn áhersla á nám og störf en vantar nokkuð upp á að kveða nánar á um félagslegan þátt í kennslunni. Fjölmenningarleg menntun í framhaldsskólum Emil I. Emilsson og nemendur í Menntaskólanum á Ísafirði. fjölmenningfjölmenning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.