Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 14

Skólavarðan - 01.05.2013, Qupperneq 14
12 Skólavarðan 1. tbl 2013 netsiðareglurnetsiðareglur nýr vettvangur fyrir samskipti kenn- ara og nemenda hefur opnast með nýjum samfélags- miðlum, en huga þarf að því hvernig slíkum samskiptum er best háttað. Skólamálanefnd Félags framhalds­ skólakennara skoðaði netsiðareglur sem erlend kennarasamtök settu sér. Niðurstaða þeirrar vinnu var að beina því til siðaráðs KÍ að sambandið setti sér hliðstæðar reglur fyrir félagsmenn sína. Þar væri hnykkt á hlutverki þeirra sem fagmanna og gefnar leiðbein­ ingar um hvernig efla mætti umræðu um heppilega notkun netsins. Einnig skyldi fjallað um hvernig hægt væri að bregðast við hugsanlegri áreitni og einelti á samfélagsmiðlum. Hér er það helsta sem skólamálanefnd FF telur að ætti að standa í slíkum siða­ reglum: LEIðBEININGAR FYRIR KENNARA UM NOTKUN SAMFéLAGSMIðLA: • Kennarar gæti að mörkum einkalífs og vinnu í samfélagsmiðlum og að samskipti séu eðlileg og fagleg. • Kennarar mismuni hvorki nemend­ um né forráðamönnum þeirra. • Kennarar ræði notkun samfélags­ miðla við nemendur. • Kennarar ættu að lýsa þeim mörkum sem þeir setja sér um notkun sam­ félagsmiðla. Í því felst til dæmis að kennari geti ekki verið „vinur“ sumra nemenda á samfélagsmiðlum en ekki annarra. • Kennari gæti trúnaðar við nem­ endur á samfélagsmiðlum. • Kennari skrifi ekki um einstaka nem­ endur, viðbrögð þeirra eða verkefni og birti ekki myndir af nemendum eða úr skólastarfinu án samþykkis allra hlutaðeigandi. • Kennarar tjái sig af sanngirni um vinnu sína á samfélagsmiðlum. LEIðBEININGAR UM HVERNIG VINNA MEGI GEGN ÁREITNI OG EINELTI Á SAMFéLAGSMIðLUM: • Kennarar hvetji til þess að í skólum þeirra verði settar sameiginlegar reglur fyrir stjórnendur, kennara, nemendur og forráðamenn um notkun samfélagsmiðla. • Reglurnar ættu að vera skýrar og augljóst hver ber ábyrgð á hverju. Skólar ættu að setja sér reglur um hvernig fyrirspurnum er svarað, t.d. í tölvupósti, í gegnum síma eða á fundum. • Kennarar beiti sér fyrir því að settar verði skýrar reglur um hvernig nem­ endur nota farsíma, myndavélar og tónhlöður í skólanum. Kenn­ arar beiti sér einnig fyrir því að nem­ endur og forráðamenn þeirra verði upplýstir um reglurnar og viðurlög við brotum á þeim. • Kennarar beiti sér fyrir því að skólar vinni markvisst gegn áreitni og einelti. Þessu markmiði mætti ná með því að útskýra fyrir nemendum að það sem er skrifað á netið teljist opinber birting og viðurlög séu samkvæmt því. Leggja ber áherslu á að skólar umberi ekki neins konar áreitni eða einelti á netinu. aðgát skal höfð... - netsiðareglur og rafræn samskipti. Anna María Gunnarsdóttir.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.