Skólavarðan - 01.05.2013, Side 27

Skólavarðan - 01.05.2013, Side 27
25 uppskeruhátíðuppskeruhátí SKÓLaVarðan 1. tbl 2013 áHriFamiKið ÞroSKatæKi Nótan er nú óðum að festa sig í sessi sem mikilvægur listrænn viðburður í menningarlífi landans. Margir fylgjast grannt með og þátttaka barna, ung­ menna og fjölskyldna þeirra er mikil og uppbyggileg lífsreynsla. „Áhrif þess að taka þátt í atburði af þessu tagi eru geysilega mikil,“ sagði Sigrún Grendal for­ maður FT. „Ungmennin eru að skapa, en sköpun er ein af grunnstoðunum í nýrri menntastefnu okkar. Nú er horft til aðferða listanna þegar verið er að byggja upp menntun 21. aldar. Ferlið frá hugmynd til lokaafurðar er svo lærdómsríkt og sam­ vinnan er svo gefandi. Það gladdi mig að ég fékk póst frá föður sem þakkar fyrir þá hvatningu sem dóttir hans fékk við að taka þátt í Nótunni. Hann sagði að hún hafi verið henni lyftistöng á margan hátt. Að koma fram undir merkjum tónlistar­ skóla hefði veitt henni tækifæri til að koma fram fyrir mun stærri hópa en áður og Nótan hefði átt sinn þátt í framförum hennar. Hann sagði það mikils virði fyrir ungdóminn að skila langvinnu verkefni sem margir hlustendur hlýða síðan á og njóta. Það styrkti þau í iðkun sinni og efldi á marga lund. Annað dæmi um áhrif Nótunnar segir af móður sem var í háskólanámi. Drengur­ inn hennar tók þátt í svæðistónleikum Nótunnar. Hann kom fram fyrir troðfullu húsi og flutti atriðið sitt öruggur og sæll. Hún heillaðist svo af því hvaða áhrif það hafði á strákinn sinn að hún reifaði þá hugmynd að gera rannsókn og vinna úr henni lokaverkefni sitt.“ nÓtan 2013 Nótan 2013 var að mestu leyti með sama sniði og fyrri hátíðir. Skipulag og grunn­ hugsun byggist á því að þátttakendur séu á öllum aldri, alls staðar að af landinu og að efnisskráin endurspegli ólík við­ fangsefni á öllum stigum tónlistar­ námsins. Hundrað fimmtíu og fimm nemendur flytja tuttugu og fjögur atriði frá tuttugu tónlistarskólum. Þær breytingar verða þó í ár að í tilefni af opnun Ísmús, gagnagrunns með íslenskum músík­ og menningar­ arfi, ákváðu Tónlistarsafn Íslands og Nótan að taka höndum saman og hafa íslenskan tónlistar­ og menningararf í brennidepli á Nótunni í ár. Atriði í við­ urkenningarflokknum „frumsamið og eða frumlegt“ verða þar af leiðandi að tengjast íslenskum tónlistar­ og menn­ ingararfi og tengjast Ísmúsvefnum. Allir þátttakendur á svæðistónleikum Nótunnar fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku. Valnefnd veitir níu framúr­ skarandi atriðum á hverjum svæðistón­ leikanna sérstök viðurkenningarskjöl Edda Lárusdóttir þverflautuleikari úr Tónlistarskólanum í Reykjavík hlaut farandgrip Nótunnar fyrir besta atriði hátíðarinnar 2013. Arna Kristín Einarsdóttir, formaður valnefndar og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, afhenda Tómasi Orra Örnólfssyni, sellónemanda við Tónskóla Sigursveins, verðlaun í grunnnámi. Hljómsveit píanónemenda frá Ísafirði.

x

Skólavarðan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.