Skólavarðan - 01.05.2013, Síða 16

Skólavarðan - 01.05.2013, Síða 16
14 SKÓLaVarðan 1. tbl 2013 bíóbíó Karlar og konur eru góðar manneskjur. Það eru örfáar undantekningar. Látum þær ekki stjórna lífi okkar. Lífið er línudans Félagar í FL og FSL horfðu saman á dönsku kvikmyndina jagten. Jagten, kvikmynd Thomasar Winter­ berg, er þarft innlegg í umræðuna um stöðu karla í skólum. Myndin segir sögu Lúkasar sem starfar í leikskóla og er ranglega ásakaður um kynferðislegt of­ beldi. Félög leikskólakennara og stjórn­ enda leikskóla á höfuðborgarsvæðinu buðu félagsmönnum á myndina og efndu til pallborðsumræðna á eftir. Þar sátu Valgerður Janusdóttir, starfs­ mannastjóri Skóla­ og frístundasviðs Reykjavíkur, Kristján Ingi Kristjánsson rannsóknarlögreglumaður, Guðrún Jónsdóttir frá Stígamótum og Hörður Svavarsson leikskólastjóri. Jóhannes Kr. Kristjánsson dagskrárgerðarmaður hjá RÚV stjórnaði umræðunum. Lúkas er kennari í leikskóla í þorpi í Danmörku. Lítil dóttir vinar hans leitar til hans og hann sinnir henni vel, en setur henni mörk þannig að henni finnst hann hafna sér. Telpan lætur orð falla í eyru leikskólastjóra síns, sem hann túlkar þannig að hann verði að fara áfram með málið. Í stuttu máli verður úr því algjört klúður og allt fer úr böndum með tilheyrandi múgæs­ ingu. Jagten hefði vel getað gerst á hvaða vettvangi og hvaða skólastigi sem er, en að velja leikskóla undir­ strikar varnarleysi skjólstæðinganna þar. Samfélagið í myndinni er veikt að því leyti að verkferlar skólakerfisins eru ekki í lagi og stemmingin í samfélaginu byggist á hópþrýstingi. Um leið er þó styrkleiki samfélagsins sýndur, en hann byggist á rótgróinni vináttu á meðal íbúa þorpsins. Jarðvegur er fyrir sam­ stöðu, spurningin er hvert sú samstaða leiðir. Markmið FL og FSL á höfuðborgar­ svæðinu með því að bjóða í bíó var að vekja umræðu um það hvernig við getum sem best tryggt öryggi barna og starfsmanna leikskóla gagnvart of­ beldi, gruns um ofbeldi og ásökunum sem ekki eru á rökum reistar. Börnin verða að vera örugg, leikskólakennarar og starfsmenn verða að geta sinnt sínu starfi af alúð og kærleika og foreldrar verða að vera vissir um að allt sé gert til þess að tryggja þetta. Í umræðunum kom fram að körlum í leikskólum líður eðlilega ekki vel yfir því að hugsanlega séu þeir tortryggðir. Fréttir frá Dan­ mörku um að karlar megi ekki vera einir með börnum á leikskólum sýna að bylgja tortryggni gagnvart körlum í kennslu yngri barna hefur farið af stað. Í pallborðinu kom fram að enginn dómur hefur fallið um kynferðislegt of­ beldi í leikskóla á Íslandi, en allir verða að vera viðbúnir því að grunur eða vissa um óviðeigandi háttsemi gagn­ vart börnum geti komið upp. Því er nauðsynlegt að undirbúa fyrirfram við­ brögðin ef slíkt mál kæmi upp, vanda hvert skref og leita ráða þeirra sérfræð­ inga sem best eru hæfir til að gefa þau. Aldrei má sá fræjum sem fá að vaxa í slúðri og leiða til dómstóls götunnar. Í leikskólum eins og öðrum skólum á að vera samfélag sem byggist á trausti og virðingu. Myndin Jagten skilur eftir miklu fleiri spurningar en svör. Ein af þeim sem er ögrandi að glíma við er hvernig við hefðum brugðist við ef komið hefði í ljós að Lúkas hefði verið sekur. Hún vekur okkur til umhugsunar svo um munar og undirstrikar að lífið er línu­ dans. Við, sem vinnum með litlum varnarlausum börnum, höldum áfram að skapa þeim gleðiríkt og öruggt um­ hverfi þar sem þau læra í leik undir handleiðslu fagfólks. Við höldum áfram og höfum fagmennsku og mannkær­ leik að leiðarljósi. Karlar og konur eru góðar manneskjur. Það eru örfáar und­ antekningar. Látum þær ekki stjórna lífi okkar. Texti: Haraldur F. Gíslason og Ingibjörg Kristleifsdóttir. Mynd: Bíó Paradís. Mads Mikkelsen á stjörnuleik í hlutverki Lúkasar.

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.