Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 43

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 43
Skólavarðan 1. tbl 2013 kjaramálkjara ál 41 Samningaviðræður um endurnýjun kjarasamnings þurfa í síðasta lagi að hefjast um miðjan desember 2013 m.v. tímafresti laga um gerð og fram­ kvæmd viðræðuáætlana, en þó eigin­ lega fyrr vegna tafa við samningavinnu kringum jólin. Samkomulagið við ríkið var fellt í at­ kvæðagreiðslu sl. haust og síðan þá hafa hvorki menntamálaráðherra né fjármálaráðherra sýnt áhuga á að taka upp viðræður að nýju, eða að láta með öðrum hætti fjármuni renna til fram­ haldsskólanna í sambærilegum til­ gangi og í samkomulaginu frá október síðastliðnum. Margítrekaðar ábend­ ingar stéttarfélagsins um hættuástand í framhaldsskólum vegna gegndar­ lauss niðurskurðar og hraklegrar launastöðu félagsmanna KÍ miðað við samanburðarhópa hafa að mestu verið hunsaðar. Þetta vekur athygli vegna þess að öll vinna við aðlögun kjarasamninga að framhaldsskólalög­ unum stöðvaðist sjálfkrafa með höfn­ un samkomulagsins, en einnig vegna augljósrar hættu á að upp úr sjóði á næstu mánuðum vegna ósanngjarns launamunar og erfiðra starfsskilyrða í framhaldsskólum. FéLag tÓnLiStarSKÓLaKennara Texti: Sigrún Grendal, formaður FT. Undanfarin ár hafa verið óvenjuleg á kjarasamningasviðinu. Kjarasamningar tónlistarskólakennara í maí 2011 voru fyrstu eiginlegu kjaraviðræðurnar sem áttu sér stað frá samningi þeim sem undirritaður var í október 2006 og gilti til 30. nóvember 2008. Í kjölfar hrunsins urðu þau félög sem höfðu lausa samn­ inga af gerð eiginlegra kjarasamninga í þeirri lotu. Árið 2005 var launasetning tónlistar­ skólakennara með BA próf því sem næst sambærileg launum umsjónar­ kennara tvö í kjarasamningi grunn­ skólakennara. Samanburður á launum skólastjóra á þessum skólastigum er erfiðari þar sem launakerfin eru ólík, en árið 2006 var launaspönnin ekki ósvipuð. Nú er staðan sú að tónlistarskólakenn­ arar hafa dregist aftur úr viðmiðunar­ hópum sem rekja má að einhverju leyti til gildistíma kjarasamnings okkar frá árinu 2008 og þess ástands sem hefur ríkt undanfarin ár. Í kjarastefnu KÍ er m.a. lögð áhersla á að: • laun og önnur starfskjör félags­ manna KÍ standist ávallt samanburð við kjör annarra sérfræðinga og stjórnenda á vinnumarkaði, • lélagsmönnum KÍ með sambæri­ lega menntun og reynslu sé ekki mismunað í launum eftir því á hvaða skólastigi þeir starfi. • kjör félagsmanna KÍ verði eftirsókn­ arverð og samkeppnishæf miðað við laun á vinnumarkaði. Það eru forréttindi að vera hluti af menntakerfi þjóðarinnar og það er eitt brýnasta samfélagsverkefni okkar tíma að tryggja eflingu þess til framtíðar. Félag tónlistarskólakennara lítur svo á að hlutverk tónlistarskóla og tónlistar­ fræðslu hafi aldrei verið mikilvægara en einmitt nú. Það eru spennandi tímar framundan þar sem aðildarfélög KÍ þurfa að taka höndum saman um að fylgja eftir sameiginlegri stefnumörk­ un svo ný og framsækin menntastefna geti orðið að veruleika, okkur öllum til hagsbóta. Í fjármálageiranum hefur rökstuðn­ ingur fyrir nauðsyn þess að greiða bónusa og ofurlaun jafnan falist í því að einungis þannig náist fram hvati til að fólk vinni störf sín vel, og að það sé forsenda þess að fá gott fólk til starfa og að halda því í krefjandi störfum. ég vona að efnahagshrunið hafi opnað augu fólks fyrir því að eitt það dýrmæt­ asta fyrir foreldra, börn og þjóðarbúið í heild sé að standa vörð um menntun og fá besta fólkið til starfa í skólum. Þetta fólk kemur að uppeldi barna okkar og menntar framtíðarþegna Íslands. Um heim allan má greina stefnubreytingu í þróun menntakerfa. Tónlistarfræðsla, listir og menning vega þar æ þyngra. Við í FT erum sannfærð um mikilvægi okkar þáttar í uppbyggingu heilbrigðs og skapandi samfélags. Við skorumst ekki undan ábyrgð þegar að því kemur að verja menntakerfið. Myndir: Rán Bjargardóttir o. fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.