Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 26

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 26
24 Skólavarðan 1. tbl 2013 uppskeruhátíðu pskeruhátíð Tónlistarmyndbönd eru eitt helsta skemmtiefni barna í sjónvarpi. Flest flytja þau popptónlist eða tónlist sérsniðna að ýmiss konar barnaefni. Hlutur tónlistarskóla­ nemenda á þessum vettvangi er hverfandi þrátt fyrir að þúsundir barna á Íslandi séu dyggir aðdáendur og flytjendur tónlistar. Ein helsta staðfesting þess er Nót­ an, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem haldin er í Eldborgarsal Hörpu ár hvert. nÓtan Í SjÓnVarpið Ríkisútvarpið gerði þátt um hátíðina í fyrra, en hann var ekki settur á dagskrá fyrr en tæpu ári síðar og var þá sendur út eftir kvöldfréttir. Þetta þótti undarleg tímasetning og ekki nægilegt tillit tekið til þeirra sem líklegastir voru til að horfa á efnið með mikilli eftirvæntingu. Fulltrúar Félags tónlistarskólakennara höfðu því samband við dagskrárdeild Ríkissjónvarpsins og lögðu til að efnið yrði betur nýtt, t.d. með því að búta það niður og sýna það í smærri skömmtum. Hugmyndin mæltist vel fyrir hjá RÚV sem lét í ljós áhuga á að sýna myndskeið af atriðum Nótunnar eins og hver önnur tónlistarmyndbönd. Margir hafa sýnt efninu áhuga og flutningur ungu hljóðfæraleikaranna þykir standa mjög vel fyrir sínu. Sýning efnisins eykur menningarlega breidd þeirrar tónlistar sem börnum og ungmenn­ um er sýnd í sjónvarpi og það er vel. Fólk á öllum aldri hefur látið í ljós ánægju sína yfir efninu frá Nótunni og því er ástæða til að sýna það ekki einungis börnum og ungmennum heldur hafa það inn á milli liða í almennri dagskrá sjónvarpsins. nótan uppskeruhátíð tónlistar- skóla haldin í fjórða sinn Maria Koroleva, söngnemandi við Söngskólann í Reykjavík. A sveit Skólahljómsveitar Kópavogs. Stjórnandi: Össur Geirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.