Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.05.2013, Blaðsíða 22
20 Skólavarðan 1. tbl 2013 fróðleikurfróðleikur Ísland er fjölþjóðlegt samfélag. Þetta sést best í skólum eins og Austur­ bæjarskóla þar sem í einum og sama bekk geta verið nemendur af mörgum og ólíkum þjóðernum. Bak við hvern nemanda eru foreldrar eða forráða­ menn sem sumir hafa ekki full tök á ís­ lensku máli, en það getur orsakað ýmis vandkvæði. Í bekkjum þar sem hlut­ fall erlendra foreldra með takmarkaða íslenskukunnáttu er hátt getur verið snúið að koma áleiðis nauðsynlegum skilaboðum. Skilaboðaskjóðan er að einhverju leyti lausn á þessu. Hún er vefverkfæri sem varð til í Austurbæjar­ skóla og hefur það hlutverk að koma upplýsingum um bekkjarstarf til for­ eldra af erlendum uppruna. Eitt helsta hlutverk foreldrafélaganna er að stuðla að góðri samvinnu heimila og skóla og leitast við að virkja alla til þátttöku. Skilaboðaskjóða foreldra í Austurbæjarskóla samanstendur af fjórum stöðluðum skilaboðum á tíu algengustu tungumálunum en þau eru: enska, spænska, portúgalska, pólska, rússneska, króatíska, litháíska, tælenska, víetnamska og tagalog. Notendur prenta út tilkynningar af Skilaboðaskjóðunni um bekkjarstarf, foreldrafundi, vettvangsferðir eða boð í afmæli á viðeigandi tungumálum, krossa við eða skrá upplýsingar á eyðu­ blað og nemandinn fær það svo með sér heim. Íslensk þýðing er við hvern lið. Hugmyndin að Skilaboðaskjóðunni kviknaði út frá „Skilaboð frá skóla“ á reykjavik.is, en það eru eyðublöð sem margir skólastjórnendur og kennarar nýta sér til að koma skilaboðum frá skóla til foreldra af erlendum upp­ runa. Skilaboðaskjóðan var á heima­ síðu foreldrafélags Austurbæjarskóla til reynslu, en er núna á heimasíðu Austur bæjarskóla og einnig aðgengi­ leg á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Foreldrafélag Austurbæjarskóla fékk styrk frá Forvarna­ og framfarasjóði Reykjavíkurborgar 2010 til að útbúa skjóðuna. Fjölmenningarsetur aðstoð­ aði við þýðingar. Höfundar skjóðunnar eru Birgitta Bára Hassenstein sem á barn í Austur­ bæjarskóla og Ragnar Örn Jónsson, vefumsjónarmaður skólans. Texti: Guðlaug Guðmundsdóttir. Mynd: Ragnar Örn Jónsson. SKiLaBoða- SKjÓðan í austurbæjarskóla Skilaboðaskjóða foreldra í austurbæjarskóla samanstendur af fjórum stöðluðum skilaboðum á tíu algengustu tungumálunum, en þau eru: enska, spænska, portúgalska, pólska, rússneska, króatíska, litháíska, tælenska, víetnamska og tagalog.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.