Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 13

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 13
FELAGSBREF 11 einhæfa starf, sem gerir menn meira og minna að þrælum tilveru sinnar, og um leið tákn ofskipu- lags og einræðis, sem fjötrar ein- staklingana og vamar þeim þroska. Ennfremur má segja, að gangrimlahjólið verði hjá mér í þessari sögu tákn þess þrönga hrings, sem eðli og lífslögmál sníða manninum og hann getur aldrei losnað við, hve mikilli þró- un sem tæknin nær, því að tækni- leg þróun hefur engin áhrif á þau lögmál, sem ráða mest í lífi mannsins. — Er ekki einliver líking meS gangrimlahjóli þínu og Grótta- kvörninni? Jú, eflaust. En Grótta-kvömin sem tákn hefur öðlazt sína á- kveðnu og helzt til þröngu merk- ingu í íslenzkum og norrænum bókmemitum, og sú merking fer ekki að öllu leyti saman við það, sem ég vildi tákna, og því fannst mér að mörgu leyti æskilegra að velja gangrimlahjól, það er auð- veldara í meðfömm. — En svo að við hverfum aS öSru. Þú liefur unniS lengi aS hlaSamennsku. Álítur þú þaS heppilegt starf fyrir rithöfund? Já, ég hef unnið allmikið við hlaðamennsku. Heppilegt starf fyrir rithöfund? Ja, það er í senn ákaflega þroskandi og ákaf- lega hættulegt. Blaðamaður kynn- ist mjög mörgu fólki og á tal við menn af öllum stéttum og þjóð- emi, nú orðið, og verður, ef vel á að vera, að fylgjast að meira eða minna leyti með öllu því, sem er að gerast, ekki aðeins hér á landi, því að þetta „hér á landi“ er ekki lengur til, heldur úti í heiminum og hvarvetna. Það opnar mögu- leika til þroska að kynnast mörg- um, eins og segir um Hómer, og reyna að lesa þá niður í kjölinn í skömmu bragði, en það felur líka í sér þá hættu, að blaðamað- urinn láti sér nægja þessi stund- arkynni, hugleiði þau ekkert nán- ar, fari að líta á menn, málefni og atburði aðeins sem tveggja eða þriggja dálka frétt. — Þú skrifaSir lengi þætti í AlþýSublaSiS, sem hétu Brotnir pennar. Þeir þóttu mjög skemmti- legir. Já, ég skrifaði lengi Brotna penna og hafði mjög gaman af því. Þeir urðu t. d. til þess, að ég kynntist mörgum manni nánara en annars hefði verið. Vissir menn tóku ástfóstri við tilteknar per- sónur í dálkunum, og sumir þeirra ræddu oft um þær við mig, og ég fékk tækifæri til að komast eftir, hvers vegna þeir völdu sér ein- hverja sérstaka skopstælingu á mannlegum fyrirbærum til sálu- félags. Ég get t. d. sagt frá fullorðnum manni utan af landi, sem hafði legið lengi í sjúkraliúsi hér í hæn- um. Hann liafði mikið dálæti á Filippusi Bessasyni og fýsti að

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.