Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 17

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 17
FÉLAGSBRÉP 15 Einar Benediktsson. niig, skömrnu eftir andlát hans: Það er stundum gott að hafa ekki þekkt mikilmennin of vel? Ég spyr sjálfan mig þessarar spurningar einmitt vegna þess, að Irá harnæsku var ég alinn upp við þá hugmynd, að Einar Benedikts- son væri fremri öðrum íslending- um, flestum eða öllum, sem þá voru á lífi, því að föður mínum ])ótti meira koma til Einars en annarra manna. Þá miðaði hann þó ekki fyrst og fremst við skáld- skap Einars, sem hann að vísu hiklaust taldi hafa gerzt þjóð- skáld þegar um þrítugt, og heldur ekki við einkafjársýslu hans, sem hann sagði sig of ókunnugan til að dæma um. Dóm sinn byggði liann einkum á stjórnmálaafskipt- um Einars og hugsjónum hans í þeim efnum. Er Einar þó vafa- laust minnst þekktur vegna þeirra mála meðal þjóðarinnar í dag. En þar er þess að gæta, að hug- sjónir Einars í stjórnmálum tóku og til hinna meiriháttar ráðagerða lians í fjármálum. Þessi dómur var ekki kveðinn upp af manni, sem sá Einar í fjarlægum hillingum. Faðir minn ólst upp á Húsavík í næsta ná- grenni þeirra feðga, Benedikts sýslumanns á Héðinshöfða og Ein- ars, sonar hans. Hann sá því til þeirra og heyrði niikið uni þá tal- að. Þess skal t. d. getið til gamans, að eitt sinn eftir að Einar liafði •setið heima ltjá Sveini afa mínum, veitingamanni á Húsavík, sendi hann Sveini þessa gátu: Við glaum og sút á ég gildi tvenn, lil gagns menn mig elta, en til skenunda inig hljóta, til reiða er ég liafður, um Iiálsa ég renn, til höfða ég stekk, en er bundinn til fóta. Síðar, er faðir minn, sem var 13 árum yngri en Einar, var kom- inn liingað suður, hófst með þeim samstarf í stjómmálum svo náið, að frú Valgerður Benediktsson sagði, að enginn liefði verið jafn- kunnugur stjómmálaafskiptum Einars. Ég rek þetta til að sýna,

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.