Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 40
38 PÉLAGSBRÉP IV. Þetta eru sundurlausir þankar um málefni, sem krefst gagngerðrar og samvizkusamlegrar íhugunar. Þjóðleikliúsið er svo sannarlega ekki komið úr deiglunni, þó að það liafi nú nær 10 ára starfsferil að baki. Og þessi 10 ára tilraun liefur orðið dýr. Það lætur nærri, að umframeyðsla Þjóðleikliússins svari til þeirrar fjárhæðar, sem annarri menningarstofnun hefur áunnizt í 25 ár, Háskólanum, með liappdrætti sínu. í umræðum um auka fjárveitiugu til Þjóðleikhússins á fjárlögum 1955 fórust Gylfa Þ. Gíslasyni menntamálaráðherra svo orð: „Nú skilst mér, að 16 liundruð þúsund króna tekjur frá skemmtanaskattinum séu engan veginn nægilegar. En ef það er meiningin að taka þetta upp liér í framtíðinni, svó að ríkissjóður eigi að bera ábyrgð á þessari stofnun, þá skilst mér, að það sé fyrst og fremst nauðsynlegt að breyta lögunum annars vegar og gera hins vegar miklu sterkari og meiri ráð- stafanir til þess, að þessi stofnun þurfi ekki á öllu þessu fé að lialda. Við vitum, að samhliða þessari stofnun er rekið hér annað leikliús, og það þykir ákaflega mikil rausn að láta þá stofnun fá 40, 50, 60 þúsund krónur á hverju ári, og er það þó ekki nema partur áf jþeim gjöldum, sem það félag verður að greiða í skemmtanaskatt til Þjóð- leikhússins“. Ef Þjóðleikhúsið á einlivern tímann að koma heilsteypt úr deiglunni, verður að fallast á skoðun ráðherrans. Lögin um Þjóðleikhús þarf að endurskoða gagngert. JÓHANN GARÐAR JÓHANNSSON STAKA. Komi ég nær, mér firða fans fögnuð ljær og hylli. Standi ég fjær, þá fúkorð hans farga æru og snilli.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.