Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 49

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 49
PÉLAGSBRÉF 47 á ýmsum stöðum í bókinni. En þótt hér sé ekki um stórbrotið verk að' ræða, hvílir þó yfir frásögninni hugþekkur, hálfrómantískur blær, sem fjarlægðin ein megnar að gefa liversdagslegustu at- hurðum löngu liðinna tíma. Ég á hágt með að trúa öðru, en flestir þeir, sem alizt hafa upp í sveit, að minnsta kosti þeir, sem slitið hafa harnsskónum, áður en gjörningaveður tækni og „vélamenn- ingar“ hrjálaði einnig liuga sveitabarna, liafi gaman af að fylgjast ineð Þórbergi og félögum hans að leikjum, og rifji um leið upp löngu liðnar ánægjustundir. Leikirnir eru að vísu ekki fjölbreytilegir eða leikföngin dýr né glæsileg, en þau liafa þó mcgnað að stytta stundir og auka lífsinnihald ekki aðeins okkar sjálfra, lieldur feðra okkar og afa á liðnum öldum. Flest munu þau falla í fyrnsku, þegar sú kynslóð, sem man tíin- ann fyrir síðustu lieimsstyrjöld, er öll. Þessi hók Þórbergs mun því ylja niörgum, sem húið hafa við svipuð kjör og hann er alinn, en hinum, sem vanizt hafa öðru umhverfi og fjölhreyttari skemmtunum, mun fátt um finnast. Hinu er ekki að neita, að með aldri virðist Þórhergi oft verða óþarflega skrafdrjúgt og það svo mjög á stundum, að um of er reynt á þolinmæði lesenda. Ekki dreg ég i efa, að Þórbergur mundi Þ1 muna hæta verk sín með því að vera ekki 8vo hlífisamur við að strika út, það sem liann hcfir þegar á pappír sett, eins og hann hefir verið í ýmsum hinna síðari hóka sinna. Hann hefir nú um allmörg undanfarin ar sent frá sér nýja bók fyrir liver jól. Slíkt má eflaust telja til reglusemi, sem telst til góðra borgaralegra dyggða, og nni leið nytsamlegt fyrir atvinnumenn, en elcki er niér grunlaust um, að höf- uudi liefði fyrr á árum fundizt fátt um, ef einhver hefði sagt honum, að það ætti fyrir lionum að liggja að verða nokkurs konar Vitaðsgjafi á jólamark- aðinum á efri árum. Ég er þeirrar skoðunar, að skáldinu í Þórbergi og um leið íslenzkuin bók- menntum yrði það freniur ávinningur að afrakstur andlegrar iðju hans yrði ekki jafn árviss í framtíðinni og liann hefir verið nú um tíma. Urn stíl Þórhergs eða stílleysu, eins og honum er víst kærara að kalla það, skal ekki rætt hér, en nokkuð kemur mér spánskt fyrir sjónir, að hörn í Suð- ursveit um síðustu aldamót liafi mórað sér, lagt á múlteringar og notað aur fyrir gjaldmiðil, það hefði ekki þótt gott mál norðan jökla. Endist Þórbergi aldur og heilsa, sem vonandi er, megum við víst vænta margra binda framhalds af ævisögu lians á næstu árum. Baldur Jónsson. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson: Virt, sem byggðum þessa berg III, Setberg s.f. 1958. Höfundur getur þess í formála, að með þessu bindi ljúki bókaflokknum Við, sern byggðum þessa borg. Hann hefir í þessuin þrem bindum rætt við tuttugu og fimm aldraða Reykvíkinga af ýmsum stéttum, fjóra verkamenn, fjóra sjómenn, fjóra iðnaðarmenn, þrjá embættismenn, þrjá framkvæmdastjóra, tvær verkakonur, tvo bifreiðastjóra, tvo kaupmenn og einn verkstjóra. Eins og af þessari upptalningu sést, er hér um allfjölbreytt ævisagnasafn að ræða. Flestir sögumanna eru utanhæjarmenn að uppruna, víðs vegar að af landinu og

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.