Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 24

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 24
ALEXANDER JÓHANNESSON ÚDVK STRENGUR ALDKEI SIÆGIW SLENDINGAR hafa ort ljóS á öllum tímum. í íslenzkum fom- ritum er getið um nokkur hundr- uð skáld, þó að nöfnin ein sé til á sumum þeirra. Ef við sæjum þá ganga fram í einni fylking, allt frá Agli Skalla-Grimssyni til Eysteins Ásgrímssonar, er orti Lilju, um miðja 14. öld, myndu þeir líkjast nútíðarskáldum vomm að mörgu leyti. öll fomskáld vor eiga það sameiginlegt að yrkja með ljóð- stafasetning, eins og tíðkaðist með- al germanskra þjóða, bæði Þjóð- verja og Engilsaxa í nokkur liundruð ár. Það var eðlilegt, að þessi siður lagðist niður með þeim þjóðum vegna mikilla breytinga, er urðu á tungumálum þeirra, svo að eftir árið 1000 eða þar í kring hafa tungur þeirra síðar verið nefndar miðháþýzka og miðenska og síðar nýháþýzka og nýenska. En íslenzk tunga hefir verið órof- in heild og lítt breytzt í 1000 ár og ber þar öll einkenni forager- mansks máls. í mörgum kvæða sinna lofar E. B. íslenzka tungu. í íslandsljóðum segir hann: Ég ann þínum mætti í orði þungu, dg ann þínum leik i hálfum svörum, grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í ljúfum kjörum. Ég elska þig, málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þínuni. Ég hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum mínum. Mig dreymdi eitt sinn í dagsins blíðu, þú drottning allra heimsins tungna, ég heyrði þig af fólki fríðu, frjálsu og upplitsdjörfu sungna. Það er rétt, sem hann segir í Snorraminni, en gæti eins vel átt við hann sjálfan: — ódýr strengur aldrei sleginn, úð ei blandin lágri kennd, málsins glóð í minni brennd, máttur orðs og hugar veginn. í öllum skáldskap Einars finnst ekki ein lína, þar sem tilfinningin er blandin lágri kennd — og mættu menn bera þetta saman við nútíðar skáld í bundnu og ó- bundnu máli. Einar á áreiðanlega við ljóðstafasetning, er hann segir, að málsins glóð sé í minni brennd. í kvæðinu um Egil Skalla- Grímsson kemst Einar svo að orði um uppruna íslenzkrar tungu: — Og málið var byggt í brimslegnum grjótum

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.