Félagsbréf - 01.02.1959, Side 44

Félagsbréf - 01.02.1959, Side 44
42 FÉLAGSBRÉF sinni lætur frá scr fara aö'ra 'skáldsögu sína. Sú fyrri kom út fyrir nokkrum áriun á vegum Heimskringlu. Nefndist sú Itók Síld og vakti sáralitla athygli, cnda algjört byrjandaverk og bar á sér blæ tilraunar og leitar. Nú hefur Guðmundur skrifað stutta ástarsögu og velur sér persónur og um- bverfi, sem okkur eru fjarlæg. Sagan gerist í litlum sjávarbæ suður á Kanarí- eyjum, jiar sem menn lifa aðallega af sardínuveiðum og bananarækt, en uppi í hlíðunum rækta fátækir bændur vín- við og maís. Hér breyfist lífið liægum skrcfum, laust við allan skarkala og læti, það er tilbreytingarlau6t og ein- falt. Jafnvel veðrið skiptir sjaldan um svip. „Mér finnst varla að hægt sé að tala hér um neitt veð'ur. Maður liættir næstum alvcg að hugsa um það“. „Það getur rignt. Það getur meira að segja rignt mjög mikið“, það cru öll veð'rabrigðin. Til sjávarþorpsins kemur útlendingur- inn Felix, sem eflaust er höfundurinn sjálfur, og er liann ein af aðalpersónum sögunnar. Hann talar ntál eyjaskeggja og blandar við' þá geði. Þar kynnist hann Maríu, ungri stúlku, sem dansar á veitingastað. Þau fella liugi saman, og sagan snýst um ástir þeirra. Hún dansar snoturlega og dreymir um að komast til einhverrar stórborgarinnar og verða dansntær. Hann er aðeins útlendingur, og þau vita bæði, að hann verður að fara fyrr eða síð'ar og getur ekki tekið liana með sér. „Mér finnst oft að þetta sé allt saman draumur, að það sé draumur að ég sitji og bíði eftir þér og svo kom- irðu“, segir liann. Og undir lok sögunn- ar segir Alaría: „Er það ekki einkenni- legt? sagði María. Mér fannst allt í einu í dag að þú værir farinn. En ég vissi að það gat ekki verið“, vitandi að ltann væri brátt á förum. Þannig líð'ur þessi skammvinna ástarsaga áfram í ljúfsárri leiðslu, hægt eins og elskendurnir vilji halda í við tímann, stöðva hann, en hann hlýtur að síga áfram sína leið og sagan fá sinn rökrétta og óumflýjanlega endi. Þetta er hvorki rismikil eða átakastór saga, persónurnar eru ekki gæddar dramatískri háspennu, en þeim mun inannlegri eru þær. Höfundurinn fer á- kaflega varfærnislega með efnið, stíllinn er lýrískur og fáorður. Það sem mér finnst höfundi þó teljast fyrst til afreks er hve lionum hefur tekizt að gcra stíl sögunnar einfaldan og þar mcð einlægan og sannfærandi. Hann segir oft minna cn efni standa til, svo lesandinn verður að lesa á milli linanna og geta sér til í eyðurnar, en myndirnar eru svo skýrar, að honum reynist það auðvelt. Þetta gefur sögunni ákveðinn og allþungan undirtón, sem líkja mætti við' djúpt stöðuvatn, scm lygnt cr á yfirborðinu. Mað'ur finnur sífellt seyðinginn í hjört- um elskendanna, og tregann, þótt honum fylgi engar yfirborðslegar grátstunur. Enginn vafi er á því að Guðmundi Steinssyni hefur hér tckizt að skapa fag- urt listavcrk, þótt lítið sé, og sumir myndu víst ekki kalla það ýkja-frum- legt. Loksins er komið fram verk frá ungum höfundi, sem ekki eru eintómar stílbrellur og tilraunir, eða túlkun á einhverri nýrri og abstrakt kenningu um sköpun bókmennta, sem einungis er mögulegt að fullnægja með því að fara ótalmarga kollhnísa í kringum sjálfan sig, eða standa á höfði til þess að finna sjálfan frumleikann. Það er ekki nema

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.