Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 36

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 36
34 PÉLAGSBRÉF BYITING Við sem liéldum að til væri bylting hinna fátæku og smáu sannleikans og réttlætisins draumur okkar varð martröð og angist milljóna spyrjið ekki um sannleikann: hinir dánu munu rísa úr gröfum sínum og kasta beinum í vegfarendur og réttlætið leitar afdreps í fangelsum: Sjá engin hylting nema bylting öldunnar sem rís og fellur á hafinu nema bylting vindsins í korni þúsund akra bylting hvíslandi regnsins í lilustir moldarinnar bylting sólarinnar bylting stjarnanna nema bylting mannsins í hjarta mannsins.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.