Félagsbréf - 01.02.1959, Síða 12

Félagsbréf - 01.02.1959, Síða 12
10 FELAGSBREF á dögum nazista, sýndi glöggt, að ]>aö þurfti ekki einu sinni eina kynslóð til þess að breyta mann- inum í maimdýr. Er því eigi ástæða til að vera bjartsýnn og ætla, að það taki eitthvað lengri tíma að skapa úr honum skoðana- laus og tilfinningasljó vélmenni. Nú, ég geri nú ekki ráð fyrir, að það hafi mikil áhrif á þróun- ina, þó maður skrifi sögu, en engu að síður er það eins og eitthvert frumstætt viðbragð að hrópa var- aðu þig, ef maður þykist sjá ein- hvern í hættu. Nei, ég er ekki að segja, að þetta forin sé það, sem koma skal, en það er tilraun til að finna sann- ari lúlkun. — Einlwer var a& tala um, að hann skildi ekki GangrimlalijóliS. 11 vaó segir&u um þa&? Ég held, að það ætti ekki að vera neinum ofvaxið að skilja þessa bók, ef liann byrjar lestur- inn án þess að búast við einhverju ákveðnu og les liana svo á líkan liátt og hann væri sjálfur að hugsa — reyni að binda ekki athyglina fyrst og fremst við orðin, heldur að opna hugann fyrir því, sem liggur á bak við þau, á svipaðan hátt og þegar maður hlustar á tónverk. — Hefur þú unnið lengi a& sögu þinni, Gangrimlahjólinu? Hvenær byrjar saga að verða til lijá manni? Vitanlega er hún lengi að mótast í huganum, áður en nokkurt orð er komið á papp- ír, og lieldur svo áfram að mótast milli þess sem maður skrifar. Jafn- vel undirvitundin vinnur að þessu, meðan maður er að öðru starfi. En að því er beint starf við sög- una snertir vil ég geta þess, að handritið er 84 vélritaðar blað- síður. Margar af þessum síðum hafði ég ritað upp milli tíu og tuttugu sinnum, ýmist einstakar eða heila kafla. Ég gerði það að gamni mínu að fleygja ekki neinu af þessum pappír, og þegar ég skilaði handritinu, lágu eftir á skrifborðinu um 2000 vélritaðar síður. —- Gott vœri, a& þú skýrSir, við hvaS þú átt með orðinu gang- rimlahjól. Þetta er nýyrði yfir það, sem á Norðurlöndum er kallað træde- mölle og á eiginlega ekkert skylt við hjól tæknilega. Þetta er lang- ur sívalningur gerður úr rimlum og var einkum notaður í Kína og hefur jafnvel verið notaður þar til skamms tíma. Voru þrælar látnir ganga inni í sívalningnum, sem liverfðist við það, að stigið var á rimlana, vitanlega mjög hægt. Var þetta haft til að dæla vatni á akra. Einhæfara starf en að stíga þessa sívalninga er varla hægt að hugsa sér. — Viltu skýra, hvers vegna þú notar þetta gangrimlalijól sem tákn í verk þitt? Ég nota það sem tákn fyrir hið

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.