Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 33

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 33
FELAGSBREF 31 Allt í einu birtust litir fyrir framan hann. Fölrauður litur og gulur. Þeir ófust saman, fléttuðust og lilykkjuðust til og frá. Fleiri litir bættust við, þeir skýrðust smátt og smátt, tóku á sig lögun. Mynduðu stóra, hringlaga skífu frammi fyrir honum eða kannki inni í honum? Skífan stækkaði sífellt í litaskrúði sínu, liann sá mami standa fyrir framan sig. Fyrir aftan manninn stóð annar maður og annar og annar í að því er virtist óendanlegri röð. Hann sá þá ekki alla vegna fjar- lægðar. Hann greip um höfuðið. Er ég að missa vitið? Á þetta að vera ég? En þá hvarf sýnin. Hvers vegna sá ég ekki alla leið? Næst verð ég að vera rólegri. Næst? Sé ég þá eitthvað aftur? En nú voru hugsanirnar farnar að ásækja hann á ný og hann varð að beita öllu þreki sínu til að kasta þeim frá sér aftur. Hann var alveg búinn að glata tímaskynjun, sat dofinn á gólfinu. Ef til vill höfðu liðið klukku- stundir, kannski nokkrar mínútur. Svo birtust litimir aftur. í þetta sinn sá hann inn í sal seon virtist liöggvinn í berg. Hann sá þetta úr fjarlægð í fyrstu en vitund hans færðist óðfluga nær. Salur- inn var stór, helmingi lengri en hann var breiður. Veggirnir voru dökkir og svo gljáfægðir að þeir litu út eins og svartir speglar. Allir nema veggurinn andspænis inngöngunni og þar var bjartast því að ljós kyndlanna týndist næstum og drukknaði í myrkri speglanna. Það hvíldi því rökkur yfir mönnunum sem sátu hvítklæddir á hekkjunum og störðu dauðaþöglir í áttina að ljósleita veggnum. Andspænis þess- um starandi augum var upphækkaður pallur og á pallinum var hann sjálfur. Hann sneri andlitinu að mönnunum, hendurnar voru fram- réttar. Fyrir framan hann var steinaltari, kyndlar brunnu á öllum hornum þess. Á altarinu lá nakinn maður. Og rökkrið var svo lifandi °g kvikt að það mátti næstum þreifa á því. Hvað var þetta sem hann sá? Hvers konar helgidómur var þessi salur? Og hvað var hann sjálfur að gera þama? Og sýnin livarf. Eftir þetta sá hann ekkert meir. Hann sat í myrkrinu borinn ofur- liði af eigin hugsunum. Var þetta rétt sem hann hafði séð? Eða var það blekking? Hvernig átti liann að fá úr því skorið? Hann sat á gólfinu, óratími virtist líða. Kannski var það líka þannig. Allt í einu opnaði hann augun og sá lítinn ljósgeisla sem klauf mvrkrið fyrir framan hann. Yfirkominn af hrifningu kastaði liann ser flötum og kyssti gólfið þar sem geislimt endaði. Settist upp aftur °g starði á hann frá sér numinn.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.