Félagsbréf - 01.02.1959, Side 14

Félagsbréf - 01.02.1959, Side 14
12 FELAGSBREF vita, livaða maður það væri, sem skrifaði undir því dulnefni, því að liann þvertók fyrir, að það gæti verið sami maðurinn og skrif- aði alla hina helvítis delluna. Leiddi liann getum að mikilsmetn- um alþingismamii. Aðspurður um álit sitt á hók- menntum á íslandi í dag segir Loftur Guðmundsson, að ekki sé hægt að skilja bókmenntir sem sérstætt listfyrirbæri, heldur hljóti að verða þar um hliðstæða þróun að ræða og í öðrum listgreinum með sérhverri þjóð á hverjum tírna. — Nú er svo, að bókmemitirnar eru eina listgreinin að heita má, sem á sér erfðir hjá okkur og stendur á gömlum merg. Mynd- listarmenn okkar liafa fyrir löngu fylgt kalli nýrra tíma, enda auð- velt fyrir þá, því að myndlistin var minnst þróuð. Tónlistin er enn ákaflega leitandi, en ljóð- skáldin hafa farið inn á nýjar leið- ir, þó að það hafi ekki orðið á- takalaust og þeir séu ef til vill ekki ennþá búnir að finna sitt tjáningarform. En sagan hefur að miklu leyti lijakkað í sama far- inu, bæði að því er form og við- fangsefni snertir, enda er frá- sagnarstíllimi orðinn fastmótað- asta listgreinin með þjóðinni, að ferskeytlunni undanskilinni. Engu að síður lilýtur livort tveggja að breytast, bæði formin og viðfangs- efni. Það er ekki fyrst og fremst afleiðing þess, að margra alda einangrun er úr sögunni, lieldur nær eingöngu af því, að nýir tím- ar og ný viðhorf krefjast þar breytinga eins og í öðrum list- greinum. Þeir tímar koma, við því er ekkert að segja, að þau skáld- verk, sem skrifuð hafa verið á ís- landi á undanförnum árum og skrifuð eru í dag, verða mönnum jafnframandi að stíl og hugsun og t. d. miðaldabókmenntir eru nú- tímafólki. Þetta er ekki aðeins ó- lijákvæmilegt, lieldur æskilegt, því að öll kyrrstaða, ekki hvað sízt í listum, verkar sem fjötrar, hnignun. E. Ii. F.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.