Félagsbréf - 01.02.1959, Síða 29

Félagsbréf - 01.02.1959, Síða 29
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK S P O R Sandurinn rann niður í skóna. Hann neri saman tánum til að losna við eymslin en liúðin særðist og kornin þrengdu sér inn í þrútið hör- undið. Þegar hann settist og hvíldi sig festust komin við fótleggina. Hann stóð upp þreytulega og burstaði sig rökum höndum. Það bar engan árangur. Sandurinn límdist við lófana. Hann horfði á skinnið á liöndunum, greikkaði svo sporið, æddi áfram. Svo hné liann niður í sandinn, dró andann slitrótt í djúpum sogum. Sandurinn leið inn í vitundina, hugsanimar hurfu honum í sljóleika. Svona hafði þetta verið. Ekki aðeins í þessari göngu hans í eyðimörkinni. Allt líf hans hafði orðið að baráttu þegar framandi fólk smeygði sér inn í tilveru lians. Þetta föla fólk sem aðvífandi hafði gecrt lífsundirstöðu hans að skot- spæni og skemmt sér við að grýta í hana örsmáum, stingandi kornum. Þá liafði lians innri maður litið á hendur sínar, greikkað sporið, ætt áfram. En því ákafar sem liann brauzt um þeim mim grimmlegar nístu kornin hann. Og nú lá hann þarna í eyðimörkinni, aleinn og næstum týndur. Hin stóru systkin, himinninn og vindurinn, vom einu vitnin að leit hans. \ v Hami beit á jaxlinn, glennti upp augun og reyndi allt sem hann gat til að hugsa. Hafði hann verið blekktur? Var einsetumaðurinn ekki til? Hann hélt áfram. Gat ekki snúið við. Án einhverrar vit- neskju gat hann ekki staðið frammi fyrir glotti þessa utanaðkomandi fólks sem sniðgekk allar siðareglur og sagði að trú lians skipti ekki máli. Svo hægði hann á sér aftur. bótt þessi einsetumaður væri nú til þrátt fyrir allt, gat hann þá sagt honum það sem hann þurfti að vita? Hann tók þá ákvörðun að reyna að liafa uppi á einsetumanninum livað sem það kostaði. Og honum varð rórra. Hann gekk hægt en örugglega, djúpum spomnum

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.