Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 32

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 32
30 FELAGSBREF kristna fólkinu sem ásótti þig og skopaðist að trú þinni og leit þín í eyðimörkinni, hvort tveggja var þetta bæði rétt og rangt. Bæði trúarbrögðin eru endurskin eða geislar sömu sólar. Hjá vkkur var þeim beitt gegn livor öðrum og mættust í brennipunkti, sársaukafull- um brennipunkti, í stað þess að vinna saman, lýsa saman. Af leit þinni í eyðimörkinni er margt að læra. Gangan var eins og lífið. Spor þín í sandinum eins og slóð þín í lífinu. Kannski máir vindurinn þau strax burt. En þau eru ekki gleymd þótt augu mannanna sjái þau ekki lengur. Sporin komu þér fyrir sjónir eins og grafir því að í hvert sinn sem þú tekur þér eittlivað fyrir hendur fellur þú niður í það eins og gröf. Þú getur ekki enn séð alla leiðina. Aðeins næsta spor. Og þú varst einn. Einn gagnvart lífinu. Einn gagnvart sjálfum þér. Einn gagnvart Guði. Nú veiztu að það er ekki liægt að læra af öðrurn. Þú liefur séð aðra deyja en þú kannt ekki að deyja sjálfur. Þú veizt ekki liver þú ert. Þú veizt ekki hvert þú ætlar. Þú hefur gleymt hvað- an þú komst. Og þú hefur gleymt hvernig er að deyja. Þú getur lært en það getur engiim kennt þér. Mundu líka að það er ekki víst þú verðir ánægðari á eftir. — Og hvað’ á ég að gera, spurði ungi maðurinn og rödd lians liljóm- aði eins og stutt andvarp eftir þunga ræðu gamla mannsins. — Þú getur byrjað strax ef þú vilt. Það mun taka á þolinmæðina. Að svo mæltu fór hann með unga manninn út úr húsinu.að öðrum dyrum. Þeir komu inn í gluggalaust herbergi. Á gólfinu var bakki með brauði og vatnskanna. — Hér átt þú að vera unz ég vitja þín aftur, mælti einsetumaðurinn. Þú skalt sitja á gólfinu og fylgjast með hugsunum þínum. Vandlega. Þú getur til dæmis hugsað um það liver þú ert. Einsetumaðurinn gekk út, lokaði dyrunum á eftir sér. Og ungi mað- urinn sat eftir á köldu gólfi í koldimmu herbergi. Eftir dálitla stund krosslagði hann fæturna og reyndi að einheita huganum. Það gekk illa í fyrstu. Alls konar hugsanir ásóttu hann. Er sigurinn í því fólginn að standa á eigin fótum? Vera utan við trú- arbrögðin? Eða standa á eigin fótum innan trúarbragðanna? Eru trú- árbrögðin ef til vill framhald af eðlisfræðinni? Það gekk illa að bægja þessum hugsunum burt. En smám saman gekk honum betur. Hann spurði sjálfan sig: hver er ég? Og svo reyndi hann að elta liugsanir sínar, grafast fyrir um þær. Hann sökkti sér æ dýpra í sjálfan sig.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.