Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 31

Félagsbréf - 01.02.1959, Qupperneq 31
FELAGSBREF 29 — Vilji Allah ræður. — Ekki ósennilegt, sagði gamli maðurinn og rétti honum hrauð. Þú virðist vera liugrakkur og trúaður. En livorki hugrekki né trú má sniðganga skynsemina. — Múhameð var vitur. — Já. Kristur var líka vitur. — En prédikaði villutrú. — Er trú villutrú? — Ef hún er heimskuleg. — Það er rétt. Trúin á að vera liáð skynseminni. Og skynsemin er háð aðstæðunum. Engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri. Þau eru aðeins leit. Að fullkomnun og fegurð. En umfram allt að innsta veru- leika. Þess vegna má ekki fordæma nein þeirra. Það eru til margar leiðir. Einstaklingurinn verður að geta valið sinn veg. En á þeirri löngu leið leitarinnar liefur maðurinn skipt svo oft um tilverustig að hann veit varla lengur hver hann er. Maðurinn hefur hafnað tengsl- unum við fortíðina, gleymt uppruna sínum. Allt þetta sagði einsetumaðurinn á sinn stillta og hljóðláta liátt meðan þeir voru að borða. Hann var þá til einsetumaðurinn sem lionum liafði verið sagt að hyggi í eyðimörkinni. Þessi dinsetumaður sem sagður var kumia skil á flestu milli liimins og jarðar — ef eitthvað er þar á milli. Og nú var þögn. Þeir sátu þama við óheflað viðarborðið andspænis hvor öðrum. Oamli maðurinn var í einlivers konar sinnulausri leiðslu. Það leit út fyrir að hann horfði á einhvem ímyndaðan depil á milli þeirra. Eða réttara sagt: hann virtist alls ekki liorfa á neitt. Eftir langa bið lyfti hann liöndunum. Þá loks vogaði ungi maðurinn sér að rjúfa þögnina sem liafði tekið þá í greipar sér. — Hvað á ég að gera? Ég trúi á Allah, sagði liann varfæmislega. — Hefur liann ekki gefið þér eilíft líf? — Juuu .... — Er það kannski ekki nóg? — Jú, en .... —■ En þú vilt fá að vita? — Já. Ég vil fá að vita. '— Og ef þú færð að vita allt núna? Hvað ætlar þii þá að gera það sem eftir er eilífðarinnar? Þú mátt ráða. Ég get aðeins verið nokkurs konar vegvísir. Leiðina verður þú að rekja sjálfur. Flótti þinn frá

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.