Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 22

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 22
20 PÉLAGSBRÉF tilraunir sínar til að koma á stór- virkjun fossa á íslandi, sjáuni við íslendingar ekki aðra auðlegð meiri í landinu en hann þá þegar taldi, að til viðbótar hinum fornu atvinnuvegum, landbúnaði og sjávarútvegi, yrði okkar mesta auðsuppspretta: Fossana og hvera- aflið. Og, þrátt fyrir allt, sem síð- an liefur við borið, skortir okkur enn hið sama: Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds. Enn metast menn á um og deila um, hvernig þess lykils skuli afla. Enn verðum við að láta okkur nægja að tala um og lofa: Þann lykil skal ísland á öldinni finna, og játa, að enginn íslendingur hefur komizt nær því að finna hann en Einar Benediktsson. Einhvem tímann hefur verið sagt, að Einar hafi farið í víking til þess að afla sér þess fjár, sem hann þurfti til að geta lifað, eins og hann taldi sér sæma til að njóta skáldgáfu sinnar. Vel má vera, að svona hafi þetta orðið í raun, en víst er, að annað og miklu meira vakti fyrir Einari Bene- diktssyni. Hann taldi sig sjá leið- ina til að bæta úr því, sem gera þurfti fyrir þessa þjóð, og hann lagði ótrauður út á þá leið og komst sannarlega ótrúlega langt, þó að lionum mistækist áður en yfir lyki. Þessi vonbrigði hafa áreiðanlega sviðið honum og hann þess vegna, þrátt fyrir skáldfrægðina, verið vonsviknari en menn í raun og vem gerðu sér grein fyrir. Vísan, sem hann orti í Herdísarvík síð- asta árið, sem hann lifði og hljóð- ar svo: I æsku ég hugð'i á hærra stig. Það heldur fyrir mér vöku, að ekkert liggur eftir mig utan nokkrar stökur, lýsir vel hugarfari skáldsins. Hin vaxandi beiskja hans og dómharka í orðum um aðra menn hin síðari ár á einnig að nokkru rætur sínar til þessa að rekja, og væri þó rangt að dylja sig þess, að vafalaust hefur hann lengi tal- ið sjálfan sig öðmm mönnum fremri. Jafnframt því, sem efinn liefur stundum livarflað að hon- um, enda hygg ég að honum hafi a. m. k. öðru hvoru þótt þessi lýs- ing eiga við sjálfan sig: „Hann var í einu kappi og kveif“ og eins er hami talaði um „úreltan vilja á öldnum merg“. Eða er liann segir: Dýpi míns brjósts veit ég aldrei allt; efi og þótti hýr í þess svörum. Ég liitti Einar Benediktsson nokkmm sinnum á unglingsárum mínum. Þó að ég væri alinn upp í aðdáim á lionum, fer því fjarri, að ég liafi þá kunnað að meta hann að verðleikum, enda var ég þá á því reki, þegar synirnir vilja

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.