Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 18

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 18
16 FÉLAGSBRÉF að' það var af fullum kuimugleika mælt, þegar faðir minn sagði um Einar látinn: „Ég hefi engum manni kynnzt, er liaft liafi glæsilegri hugsjónir um liag fslands og framtíð þjóðar- innar en Einar Benediktsson“. Einar Benediktsson kom víða við sögu í sókn þjóðarinnar til fulls frelsis, ekki einimgis til livatningar öðrum, lieldur til raunliæfra atliafna. Hann átti drjúgan hlut að því, að hindraður var framgangur Val- týskunnar svokölluðu um alda- mótin. Hugmynd lieimar var sú, að fá íslendinga til að samþykkja, að fslendingur yrði íslandsráð- herra með því skilyrði, að hann væri húsettur í Kaupmannaliöfn. Þetta töldu Einar og félagar hans • spor aftur á bak, en þeir, sem það studdu, millistig í rétta átt. Um það hil, sem þessi harátta stóð sem liæst, kom Einar fram með hugmynd sína um sérstakan þjóðfána íslendinga, og gerði öðr- um betur glögga grein fyrir mun á fána og skjaldarmerki. Fékk liann þá frændkonur sínar, Þor- björgu ljósmóður Sveinsdóttur og Olafíu Jóliannsdóttur til að sauma hláhvíta fánann eftir sinni fyrir- sögn. Síðan tóku Landvamar- menn, Stúdentafélagið og ung- mennafélögin upp baráttu fyrir ]>essum fána og lyktaði henni með löggildingu íslenzks fána 1915. Þá að vísu með rauðum krossi í miðju, sem Einar gat seint eða aldrei sætt sig við. Drýgst urðu álirif Einars í stjórnlagabaráttunni þó, er hann beitti sér fyrir stofnun Landvarn- arflokksins til að berjast gegn rík- isráðsákvæðinu, er sett var af dönsku stjórninni sem skilyrði fyrir stjórnarbótinni 1903, sem var upphaf innlendrar stjórnar. Eftir á blandast engum liugur um, að 1904 liefst nýtt framfaratímabil í sögu íslands. En stjómarbótin þá var þó engan veginn fullnægjandi, og harátta Landvarnarmanna lierti mjög á, að engir vildu una lienni til lengdar. Loks átti Einar með forystu sinni um samtöKblaðamanna seint á árinu 1906 mikinn þátt í að undirbúa samlieldni margra þeirra um Þingvallafund 1907, sem varð veruleg forsenda fyrir úrslitum kosninganna um uppkastið 1908. Síðari afskipti Einars af deil- unni við Dani eru óraunhæfari. Hann festist þá stundum í útúr- krókum, sem að minnsta kosti eft- ir á hafa ekki mikla þýðingu, enda var liann um þær mundir lengst af búsettur erlendis, og snerist liugur hans þá um annað. Skoðanahræðmm Einars var oft brugðið um það, að þeir sæktu eftir stjórnarfarslegu sjálfstæði, en gleymdu, að það væri óraun- hæft, nema efnahagslegt sjálf- stæði væri samfara. Um þetta þurfti Einar Benediktsson engra

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.