Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 25

Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 25
FELAGSBREF 23 við bláhimins dýrð, nudir málmfellsins rótum. Þess orð féllu ýmist sem hamars-högg eða hvinu sem eggjar, bitur og snögg, — eða þau liðu sem lagar-vogar, lyftust til himins með dragandi ómi, eða hrundu svo tær eins og drjúpandi dögg og dýr eins og gullsins logar. í kvæðinu Til Sóleyjar í Vogum segir hann m. a : Tunga skapar svipinn sálar, sefa dýpi, munans hátt — og hann trúði því, að — heimsins mattkasta mál var mælt fyrir Sóleyjar börnum — og að fegurra mál á ei veröldin víð. í „Stefjahreimi“ í Hafbliki segir hann enn: — Og feðra-tungan tignarfríð, — hver taug mín vill því máli unna; þess vængur hefst um hvolfin víð, þess hljómtak snertir neðstu grunna. Það ortu guðir lífs við lag; ég lifi í því minn ævidag og dey við auðs þess djúpu brunna. Einar unni hhmi fornu, íslenzku kraglist og kunni auðvitað alla hragarhætti, enda orti hann m. a. Ólafs rímu Grænlendings, sem er nndir sléttubandahætti, en sá háttur er erfiðastur allra bragar- hátta, enda segir Einar í formála að „Hrönnum“, að þessi háttur sé sá fegursti og dýrasti, sem nokkur tunga á og — bætir hann við — „því mikið vinnandi til þess að geyrna það með honum, sem mað- ur vill láta minnast lengi“. í þessari rímu er m. a. þessi vísa (sem lesa má aftur á bak eins og aðrar sléttubandavísur): Falla tímans voldug verk, varla falleg baga. Snjalla ríman stuðlasterk stendur alla daga. Ég hefi nú minnzt nokkrum orðum á trú Einars á mátt og göfgi íslenzkrar tungu. Svo sterk var þessi trú, að hann hélt að unnt myndi að gera ný íslenzk orð úr hinum indógermanska efniviði í stað þeirra erlendu tökuorða í ís- lenzku, er enn bera svip hins framandi uppruna. Um nokkurn tíma heimsótti hann mig daglega og unnum við að smíði slíkra orða í íslenzku eins og t. d. að balkon skyldi heita bálkur í íslenzku, veranda heita verönd o. fl. Er ég lít á skáldskap E. B. og annarra íslenzkra höfuðskálda fyrir og eftir síðustu aldamót, virðist mér, að ný hnignunaröld í íslenzkri ljóðagerð sé hafin. Nú er ekki aðeins sleppt ljóðstafa- setning, heldur rími einnig, sem livort tveggja hefir í þúsund ár verið aðalsmerki íslenzkrar ljóð- listar og valdið því m. a„ að ís- lendingar liafa á öllum öldum lært utanað heil kvæði og vísur og á mannamótum hefir þjóðin

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.