Félagsbréf - 01.02.1959, Blaðsíða 39
FELAGSBREF
37
nafna heldur en skynsamlegt mat á getu leikenda og efnum leikhúss-
ins. Heimsfrægð liöfundar eða leikrits liefur áberandi oft verið liöfð
á oddinum sem meðmæli með verkum, sem áhorfendur hér létu sér
fátt um finnast. Kom þá annað hvort til, að gyllingin reyndist þunn,
eða liitt, að leikliúsið liafði reist sér hurðarás um öxl, svoi að áhorf-
endur voru með nokkrum hætti löglega forfallaðir.
Hversu hvimleið sem barnaleg óskliyggja kann að vera í þessu efni,
er þó liálfu verra stefnuleysi leikliússins livað snertir íslenzk leikrit.
Flutningur þeirra er frumskylda leikhússins. Það er aðeins einn
skemmtistaðurinn í viðbót í höfuðstaðnum, ef það afrækir þá skyldu
— skemmtistaður á borð við sæmilegt kvikmyndahús.
Það er engu líkara en leikhúsið sé hrætt við livert íslenzkt leikrit,
sem því herst í liendur. Þess má minnast, að við opnun leikhússins
hlaut leikrit eftir Tryggva Sveinbjörnsson verðlaun í leikritasam-
keppni, sem stofnað hafði verið til af því hátíðlega tækifæri. Leikrit
Tryggva, „Útlagar“, liefur enn ekki séð sviðsins ljós, en tvö önnur
leikrit lians liafa farið heldur litla sigurgöngu á leiksviði Þjóðleik-
hússins. Boðuð var sýning á nýju leikhúsverki eftir ungt skáld, en
skömmu síðar afturkölluð og beinlínis borið við, að leikliúsið hefði
ekki efni á því að tapa fé á íslenzku viðfangsefni, enda liöfðu þá tvö
íslenzk leikrit borið beinm á leiksviðinu.
Nú skal það ekki dregið í efa, að íslenzk leikrit, sem koma fram,
séu upp og ofan af vanefnum gerð. En á liverjum livílir skyhlan að
leiðbeina leikritahöfundunum og styðja að framgangi verka þeirra ef
ekki á Þjóðleikliúsinu og starfsmönnum þess, bókmenntaráðunaut og
leikstjórum í fyrstu röð? Leikhúsið hefur gjörsamlega brugðizt þess-
ari skyldu. Æ ofan í æ tekur það vanþroskuð verk og sýnir lirá og
óunnin á leiksviði sínu, þar sem samvinna við liöfund og gagnlegar
tæknilegar leiðbeiningar, áður en verkið var flutt opinberlega, hefði
getað gert gæfumuninn. Það má ekki sýna íslenzk leikrit fyrir for-
dildar sakir, en meðan leikritun vor er í lægðinni, er Þjóðledkhúsinu
nauðsynlegra að ala upp leikritahöfunda en reka leikskóla. Því hvað
stoðar það íslenzka leiklist að eignast frábæra meistara í að túlka
enska lorda, ameríska bófa eða franska kvennamenn, ef söntu leik-
endur fá ekki tækifæri til og kunna ekki að leika sitt eigið þjóðlíf?
Leikhúsið hefur enn ekki gefið sér tíma til neinnar slíkrar list-
rænnar undirbúningsvinnu. Það er að vasast í óperettu- og óperu-
flutningi, útlendum gestaboðum og hallett með ærnum kostnaði með-
an fastlaunaðir leikarar þess eiga náðuga daga.