Félagsbréf - 01.08.1959, Page 5
OKTÓBER-BÓK AB =
Lniiuigat^/ons
JC^íalobc
Jón Krabbe, dóttursonur Jóns Guðmundssonar ritstjóra
Þjóðólfs, hefir alið allan sinn aldur 1 Danmörku og er nú hálf-
nírœður að aldri. Fyrir aldamót hóf hann störf í íslenzku
stjómardeildinni í Kaupmannahöfn og starfaði síðan óslitið
að málefnum Islands í hálfa öld. Hann var trúnaðarmaður
um meðferð íslandsmála í utanríkisráðuneytinu danska og
hœgri hönd Sveins Björnssonar, meðan hann gegndi sendi-
herrastarfinu. Sjálfur veitti hann sendiráðinu í Kaupmanna-
höfn oft forstöðu, meðal annars öll hernámsár Danmerkur.
Jón Krabbe hefir haft einstakt tœkifœri til að fylgjast
með sjálfstœðisbaráttu Islendinga á fyrri hluta 20. aldarinn-
ar, verið nákunnugur íslenzkum og dönskum valdamönnum,
sem þar koma við sögu og oft sjálfur átt hlut að máli um
hina örlagaríkustu atburði. Frásögn hans er yfirlœtislaus
eins og allur ferill mannsins, en hann hefir frá mörgu að
segja, sem flestum var ókunnugt áður; hœglát kýmni gef-
ur frásögninni skemmtilegan blœ. Minningar Jóns Krabbe
um störf hans í þágu íslands verða án alls efa taldar meðal
merkustu heimildarrita um pólitíska sögu íslands á þessu
tímabili.
Bókin kemur samtímis út á íslenzku og dönsku.
Verð eigi hœrra en kr. 88.00 ób. og kr. 110.00 íb.