Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 13
STEINGRÍMUR J. ÞORSTEINSSON:
GUNNAR GUNNARSSON
SJÖTUGUR
Inngangsorð, flutt á Gunnarskvöldi í Þjóðleikhúsinu
21. maí s. I.
I
„Eg lagði saman alla reynslu mína hingað til, en hún var sú,
að ég, fátækur bóndasonur, ætti mér engrar hjálpar að vænta frá
neinni mannlegri veru í öllum heiminum, ef ég vildi stefna aðrar
brautir en þá, sem mér var mörkuð fyrir fram samkvæmt fæðingu
°g umhverfi, — ekki frá nokkurri lifandi sál á allri þessari velt-
andi hnattkúlu nema sjálfum mér. Hin nakta og miskunnarlausa
spurning var sú, til hvers ég dygði, á hvað ég þyrði að hætta og
hvað ég gæti lagt á mig. Þeirri spurningu var hægt að svara fljótt
°g greinilega: ég dugði til hvers, sem var, þorði að hætta jafnvel
a það ókleifa, gat lagt allt á mig. Ég ákvað, sem sagt, að taka mér
þegar fyrir hendur að keppa að því einu, er hugur minn stóð til:
verða rithöfundur . . .
Fyrst af öllu varð ég að fara að eins og hinir ungu menn í
Islendingasögunum: halda út í heiminn, kynnast öðrum löndum,
þjóðum og siðum, safna vizku, reynslu og skilningi.“
Þessi orð leggur Gunnar Gunnarsson í munn Ugga Greipssyni í
Éjallkirkjunni. Og þau eru áreiðanlega út gengin af innsta hug-
skoti höfundar.
Gunnar Gunnarsson sá fyrst dagsins Ijós að Valþjófsstað í Fljóts-
dal laugardaginn 18. maí 1889 og átti því sjötugsafmæli nú á
ajinan dag hvítasunnu. Hann er kominn af kjarnmiklum austfirzk-
Urn bænda- og prestaættum, sonur hjónanna Gunnars Gunnarssonar