Félagsbréf - 01.08.1959, Side 16
14
I'ÉLAGSBRÉF
Gunnar fór utan, hafði aðeins birzt eftir Jóhann eitt leikrit og
aldrei verið sýnt. Dæmi hans gat því ekki verið öðrum örvun, þegar
hér var komið sögu. En Gunnar vissi, „á hvað hann þyrði að hætta
og hvað hann gæti lagt á sig“, til að ryðja sér brautina að markinu.
Og það gekk engan veginn þrautalaust. Þótt hæfileikar væru hér
svo ríkir sem raun sýnir, varð fyrst að aga þá og rækla og berjast
við ytri erfiðleika. Skólagöngu átti hann engan kost á Islandi og
lítinn í Danmörku. Hann las af kappi tvo vetur við lýðháskólann
í Askov. Að öðru leyti hefur hann aflað sér menntunar sinnar og
þroska af sjálfsdáðum. Hann vissi, að hann átti sér „engrar hjálpar
að vænta frá neinni mannlegri veru í öllum heiminum . . . nema
sjálfum sér.“ Hann er — með gömlu og merkilegu íslenzku orða-
lagi sagt — mikill af sjálfum sér.
Fyrst framan af vann Gunnar fyrir sér í Danmörku með ýmiss
konar vinnu, sem hrökk sjaldnast fyrir nauðþurftum, og samdi
margvísleg skáldrit, er fæst komust í námunda við prentsvertu.
Þessi reynsluskóli varð örðugur, en dýrmætur.
Eftir fjögurra ára dvöl þar í landi var prentuð fyrsta bók Gunn-
ars á dönsku, dálítið ljóðakver (Digte, 1911). Síðan hefur hann
lítið gefið sig að ljóðagerð, nokkuð að leikritun, en aðallega, seni
alkunna er, samið skáldsögur, langar og stuttar, bæði á dönsku og
íslenzku.
Árið 1912 er merkur áfangi, bæði í sögu Gunnars og íslenzkra
bókmennta. í einkasögu Gunnars er þess fyrst að geta, að þá gekk
hann að eiga ágæta konu sína, Franziscu, fædda Jörgensen. En í
rithöfundarsögu hans bar þá til tíðinda, að út kom á forlagi Gylden-
dals fyrsti hlutinn af Sögu Borgarœttarinnar, sem á skammri stund
aflaði honum frægðar um öll Norðurlönd. Sama ár varð Fjalla*
Eyvindur Jóhanns Sigurjónssonar frægur eftir mikinn leiksigur 1
Kaupmannahöfn, og á næstu árum barst hróður beggja þessara
höfunda víða um lönd. Og í sömu lotunni gerðist það, að Hadda-
Padda Guðmundar Kambans var leikin við ágætar viðtökur ]
Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn (1914). Aldrei fyrl