Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 22

Félagsbréf - 01.08.1959, Síða 22
20 FÉLAGSBRÉF tökum — er snilldarsagan Aðventa, um manninn, sem fór á hverri jólaföstu, stundum í stórhríð, í eftirleit til að bjai'ga kindum annarra — björgunai'innar vegna. Þar segir m a.: „Svo afundin getur jörðin orðið við manninn, að hún lokar sér gei'samlega fyrir hon- um. Þá getur hver átt það við sjálfan sig, hvað til bragðs skuli taka. Og Benedikt fann ráð. Það er hlutverk mannsins, ef til vill hið eina, að finna ráð. Að gefast ekki upp. Að spyrna á móti brodd- unum, hversu hvassir sem þeir eru.“ Þetta hefur Gunnar Gunnars- son einmitt gert, þótt hann sé fremur foi'göngumaður og fjallkóng- ur en eftirleitarmaður. En með sömu ást á lífinu og fjallleitar- maðurinn hefur hann þjónað list sinni — köllunarinnar vegna. Hann, sem fyrst af öllu hélt í leit sína „út í heiminn, (að) kynnast öðrum löndum, þjóðum og siðum, safna vizku, reynslu og skiln- ingi“ og færði síðan okkur og umheiminum ávexti gáfna sinna, reynslu og starfs í miklum og merkum skáldsögum, íslenzkum, alþjóðlegum, lifandi, listrænum bókmenntum. Fyrir þetta flytur íslenzka þjóðin hinu ágæta sagnaskáldi, Gunnari Gunnarssyni, al- úðarþakkir, vottar honum virðingu og árnar honum allra heilla.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.