Félagsbréf - 01.08.1959, Page 23

Félagsbréf - 01.08.1959, Page 23
JÓN FRÁ PÁLMHOLTI: Um farvcg daganna Lífsþúngar hendur hefja óttusprotann og valdið fellur yfir hríngdansinn Þá er hljómkviðan hafin orðlaus og hrein í þögninni fagnar hún heimsins dýrustu kvöl með hvít hnén þanin til lífshlaups Stjörnurnar eru varðaugu og ncetureldar komnar úr djúpunum miklu þar sem fögnuðurinn er vorljóð og dagarnir hvítir fánar sem koma nýir og heitir með sól í fánginu og nœtur sem kveikja á œrslablysum kasta á vánga manns gulu rauðu eða svörtu hári Þið sem eruð roskin vitið að þetta er ekki allur sannleiki Þið vitið að sandurinn berst af götunni og rúðurnar verða gleymnar á umferðina að upplituð hnén gliðna undan hversdagsþúnganum og treginn rennur ^nní kviðarholið Þögnin er ekki lengur orðlaus og eftirvœntíngin fjarar út með nóttina fyrir lognveifu Þið hirðið ekki um ferð daganna úr þessu Þá er einginn vegur nema til baka þar rís upp Ijóð og lýsir upp foksandana það ljós heitir í hafsauga og þið sem eruð roskin vitið að það er hinn eini sannleiki

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.