Félagsbréf - 01.08.1959, Side 25

Félagsbréf - 01.08.1959, Side 25
FÉLAGSBRÉF 23 settur er fífubreiðum, mjallhvítum, sem bærast ekki. Þegar ég er setztur niður, slít ég upp stóra fífu og set hana í hnappagatið hjá smárablóminu. Svo horfi ég yfir fífubreiðuna, silkimjúka, og þá sígur á mig höfgi. Ég man eftir undursamlegri kyrrð, og í vitund minni ómar hljómbrot liðinnar ánægjustundar. Líklega hefur mér runnið í brjóst, og ég vakna til fullrar vitundar við langþráð og hugnæmt hljóð í fjarska: Langferðavagninn er að koma. Ég vonast eftir Brynhildi með þessari ferð. Ég rís upp við olnboga og sé hvar vagninn kemur. Mógrátt rykský stígur upp fyrir aftan hann, og eyðist rétt í þann mund, að hann nemur staðar á stöðvartorginu. Hópur glaðværra ferðamanna stígur út úr vagninum, og Brynhildur er meðal þeirra. Ég geng ekki til móts við hana, heldur í þveröfuga átt og niður að árósnnum. Ég horfi um öxl. Fólkið er horfið af stöðvartorginu, og einmitt þá tek eg eftir hernaðarflugvél, sem kemur úr vesturátt og lækkar sífellt flugið. Hún svífur æ lægra og ég sé mennina, sem veifa niður fyrir sig. Vélin sveimar nokkra hringi, og að lokum svo lágt, að hávaðinn frá henni fer gegnum merg og bein. Það gjálfrar við vatnsbakkann þar sem ég sit og stari niður í vatnið °g virði fyrir mér stórar torfur örsmárra fiska, þúsundir lifandi agna, sindrandi í dimmbláu, ládauðu vatninu. Á yfirborðinu myndast örsmáir hringir, þegar fiskarnir stinga trjónunum upp úr, opna litlu kjaftana og gleypa æti, sem flýtur þar. Litlu sporðarnir sjást aðeins hreyfast, en uggarnir eru svo smáir, að ógerningur er fyrir augað að fylgjast með hinum skjótu hreyfingum þeirra. Torfurnar renna hratt og er sem þær hlykkist áfram; stundum rétt undir yfirborðinu, og þá niður við botninn, innan um slýið og vatnagróðurinn. ^vo hverfa þær inn undir vatnsbakkann. Ef til vill liggja gjár langt undir yfirborði jarðarinnar, ókunnar mönnunum, en jafnvel kunnar þessum itlu fiskum og kannski heimkynni þeirra. Hver veit? Eða liggja þeir aðeins re,t inni undir bakkanum í vatnagróðrinum? Þessar hugleiðingar mínar um litlu fiskana hverfa og mást út, því óvænt hljóð vekur athygli mína, og ég skima út yfir silfraðan vatnsflötinn. Lítill hátur fjarlægist; ég sé tvo unglinga, annar rær á bæði borð, en hinn handleikur veiðistöng sína. Ég horfi á bátinn kljúfa kyrrt yfirborð vatns- lns, og loks er hann eins og lítill depill úti í blámóðu fjarlægðarinnar.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.