Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 26

Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 26
24 FÉLAGSBRÉF 2. Brynhildur situr og les í bók. Allt látbragð hennar, síðan hún kom, er tvírætt. Svipur hennar er laus við hlýju og nærgætni. Ég hefst ekkert að, en handleik þó smárablómið og fífuna eins og úti á þekju, en þau hafði ég varðveitt og borið með mér heim. Aðdáun mín á blómunum vakti aðeins hlátur hennar: „Þetta blóm,“ sagði hún, „nei, 'þetta er sko kúafóður — gras,“ bætti hún við og hló. Ég geng að útvarpstækinu og opna það. Nokkur augnablik líða, en svo berast tónarnir um stofuna. Ég sezt niður á stól og fel andlitið í höndum mér. Umhverfið, með Brynhildi, hverfur mér, og á svipstundu er ég kominn inn í glæstan hljómlistarsal í milljónaborg, þar sem hinn mikli andi Beethovens ríkir. Nú hljómar aftur svo ógnþrungið og töfrandi, sama stefið, þrungið veraldlegum lífsþrótti, samofið þeim unaðssemdum, sem lyfta mannsandanum til flugs inn í takmarkalausar fjarlægðir. Skyndilega verður allt hljótt. Ur útvarpstækinu berst fögur konurödd, sem mælir á erlendu tungumáli, sem ég skil ekki, en síðan fjarlægist stööin og hverfur. Ofurhægt tek ég hendurnar óttafullur frá andlitinu, stari á gólfið, en lít síðan upp og sé, að augu Brynhildar hvíla á mér. Ég sé, að hún er undrandi. „Ertu veikur?“ segir hún. „Nei, Brynhildur,“ svara ég. „En það háttarlag að byrgja andlitið, þó að útvarpið sé opið.“ Ég svara ekki, en byrgi aftur andlit mitt. Mér er þannig innanbrjósts, að það er sem ég hafi fengiö þéttingslöðrung. Mig hitar í andlitið. Ég vil þó ekki viðurkenna fyrir sjálfum mér, að ég var sárt vonsvikinn yfir tilfinningaleysi Brynhildar. Ég rýk á fætur, bæði reiður og skömmustulegur, og opna útvarpið. Eftir andartak ómar vel þekkt danslag um stofuna. Það fer eins og mig grunaði- Brynhildur rís úr sæti sínu og fer að dansa. Hún sveiflar handleggjunum- kastar til höfðinu, glampinn kemur í augu hennar, spékopparnir dýpkm munnurinn opnast, og það skín í hvítar tennurnar. 3. KvÖldið er fagurt. Blámóðan dökknar, og að lokum verða litbrigSin óraunveruleg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.