Félagsbréf - 01.08.1959, Qupperneq 27
félagsbréf
25
Ég klæðist léttum sumarfötum, geng út, og vel mér brekku, þar sem
við Brynhildur höfum oft áður dvalið. Þar er útsýni yfir vatnið heillandi
fagurt.
Ríkust í huga mínum er aðdáun á lífinu, umhverfinu, og — ég raula
stefið frá því fyrr um daginn. Hamingjan er svo nálæg, svo áþreifanleg
og þó. 1 undirvitundinni dvelur eitthvað óþekkt. Nei, þetta er allt svo
óraunhæft.
Ég reyni að ná valdi yfir raunhæfum hugsunum, og mér tekst það. Þá
fer ég að hugsa um þetta samband okkar Brynhildar. Mér verður það æ
torskildara. Mitt í þessum þönkum mínum heyri ég rödd hennar að baki mér.
„Er það nú staður! Ekki svo mikið sem róðrarbátur, svo maður geti
róið út á vatnið sér til gamans.“
Ég svara Brynhildi:
„Þú læðist að mér. Það spáir ekki góðu.“
„Spáir, ég hlusta ekki á neinar spár, en hvað um bátinn?“
„Er mótorbáturinn minn ekki nothæfur?"
„Ég vil róa. Mótorar eru leiðinlegir, nema í bílum og flugvélum.“
„Þú ert á þessari línu í dag, — ójá.“
„Á svona yndislegu kvöldi úti á vatninu, dúnmjúku og kyrru, mundu
mótorskellirnir gera helgispjöll.“
„Já, þú talar eins og ástíangin prestsdóttir!“
Brynhildur sezt og veltist um af hlátri, en ég virði hana fyrir mér. Mér
finnst hún fögur, hvar sem á hana er litið.
Hún er nú hætt að hlæja, og hefur hallað sér aftur á bakið og breitt
silkiklút fyrir andlitið. Hún liggur hreyfingarlaus.
Hugur minn leitar til horfinna unaðsstunda. Þá sat ég hér oft og naut
þess unaðar, sem fyrsta ástin veitir. Þá sungu svanir á vatninu; ég sá
Þá hefja sig til flugs og sá á eftir þeim norður yfir, lengra, lengra. Að
lokum voru þeir eins og hvítir sólskinsblettir í óravíddum blámans.
Ég veit ekki, hvort Brynhildur sefur, en nú byltir hún sér, og snýr sér
á hliðina. Varirnar eru samanklemmdar, og mér sýnist ekki betur, en að
Uni þær leiki háðsbros. Eða er það kannski sársaukabros?
Nú heyrist í setuliðsmönnum, sem standa í hóp allfjarri okkur. Þeir
eru að drekka bjór úr blikkdósum. Þeir skrækja og æpa, góna út í loftið,
sParka dósunum frá sér, ropa, hiksta. Þegar hópurinn dreifist, taka nokkr-